Færsluflokkur: Ferðalög

Tyrklandsferðarsagan (stutt ágrip)

Jæja þá er maður búinn með hið llllllllllllannnnnnnga sumarfrí, þó stalst ég til að setja inn 1 færslu á undan.

Eins og áður hefur komið fram þá fór ég til Tyrklands 19. maí síðastliðinn, það var BARA ÆÐISLEGT Joyful þegar ég var búinn að koma mér fyrir og ná áttum í framandi landi. Þá ákvað ég að skella mér í yfirhalningu, lét raka mig og snyrta Cool eftir það var stefnan tekin í hið MARGRÓMAÐA TYRKNESKA BAÐ. Þvílíkt sem það stendur undir nafni(hér á klakanum líkist það SPA)fljótlega þegar því var lokið ákvað ég að fara með vinum mínum í svokallað jeppasafarí.

Það er nú ekki meira safarí en það að við vorum látin vera í óbreyttum Land Rover jeppum sem síðan var ekið í hverja sprænu á fætur annarri og við látin blotna, þar fylgdu MIKLIR kvennskrækir þó bar á stöku  BASSAtóni. Eftir það hafarí lá leiðin undir stórt og fallegt tré þar sem þeir höfðu komið fyrir vatnsslöngu, sem skrúfað var frá þegar bíllinn var kominn undir.

Í ferðalok skruppum við yfir til RHODOS það var MIKIL upplifun, fórum inní virkisgarðinn og skoðuðum menningarminjar og margt annað. ÞESSI FERÐ VAR ALVEG MILLJÓN. Joyful Þetta er nú það helsta.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ævintýraferð MÍN og VINAR míns laugardaginn 26,07

Eins og lesendum mínum er kunnugt, þá er ég búinn að öðlast nýja/gamla fíkn sem ég kalla FJALLAfíkn. Þó vakti fyrrnefndur VINUR minn upp þá fíkn sem ég hef ég haft frá því fyrir (líkamlega) örkumlan mína, sú fíkn mín er í mínu hugskoti alger óbyggðaFÍKN. Þannig er mál með vexti að þessi áðurnefndi VINUR minn er þeim hæfileikum búinn að geta tekið mér sem hverjum öðrum einstaklingi, auk þess sem viðkomandi á bifreið sem er upplögð í fallaferðir með FATLAFÓL. Blush

Jæja þá er ég búinn að rekja það, leið okkar lá upp í Hrunamannahrepp. Þar ókum við inn einkafjallveg er liggur langleiðina frá prestsetrinu Hruna alla leið inn undir Gullfoss, þarna inni á ÆSKUslóðum mínum glaðvaknaði þessi árátta mín sem felst í því að vera EINN og laus við skarkala borgar/bæjalífsins.

Er við vorum komnir innað fossi er nefnist Hildarselsfoss var tjaldbúðum slegið upp, síðan ekið fram og tilbaka þarna um öræfin að sjálsögðu var ekki ekið neitt þar sem slóðar voru ekki fyrir. Grin


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ég fer í fríið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þegar að þetta birtist þeim sem inn á mína síðu líta, þá er ég á leiðinni til Tyrklands og ætla ég mér að dvelja á Marmaris-ströndinni í smá tilbreytingu frá amstri hinnar nýtilkomnu fjallafíknar.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband