Færsluflokkur: Sveitarstjórnarmál.

Tikynning.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 13. sæti á lista Framsóknarmanna í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, sem haldnar verða í maí nk.

Það er GOTT að búa á Selfossi.

Þessa færslu skrifa ég til þess að sýna framá að titill hennar(færslunnar) er réttnefni, hér í okkar annars góða sveitarfélagi er svo margt í bígerð er snertir framfarir á mörgum sviðum. Þó set ég ?-merki við þann leiða hátt sem tröllríður öllu nú um stundir. hann er flýtirinn við að stækka, helst birtist hann í því að húsbyggingum er hrækt upp með slíkum ofurhraða að nær ógerlegt er að festa kaup á lítilli jafnt sem stórri fasteign. Nánast er hægt að fullyrða að um galla verði að ræða allavega innan nokkurra ára.

 STAÐREYNDIR.

1. Öll helsta þjónusta er innan seilingar, vegalengdir ekki miklar og sé einhver lesandi óánægður með það mat mitt, þá er það vegna þess að viðkomandi þarf helst að gleypa allt"bakkelsið" í einum bita. hérna er líka ennþá MJÖG lítið um umferðarljós, sem myndu valda áðurnefndum (óþreyjuseggjum) ómældum töfum því þeir yrðu að flýta sér hægar.

 

 

2. Síðan má taka fram að sé fólk óánægt með að flytjast úr borg"óttans" í borg, þ.e. Árborg þá má með góðu móti segja að fleiri kostir séu í boði (reyndar innan Árborgar) Þar ber fyrst að nefna títtnefnda búgarðabyggð. Þá koma Eyrarbakki eða Stokkseyri örugglega vel til greina fyrir þá sem vilja nálægð við sjó, plús það að þar eru húsin lítil og uppbyggð.

 

Ókostir.

 

Nær engir ef frá eru talin þröngur þjóðvegur sem og löngu sprungin brú, þá er um að gera að taka bara krókinn frekar en kelduna"sem er mörgun Íslendingnum nær ómögulegt, nema tilneyddum"

 

 


3. Hluti reynslusögu minnar af minni fötlun, staðan í dag.

Nú orðið er þetta orðið þrælgott þ. e. viðhorf almennings, gagnvart okkur er göngum ekki heil til skógar. Þó ber ennþá á fordómum í okkar garð, nægir þar að tiltaka að æði margir líta á okkur jafn skaddaða (INNVORTIS) og útlitið bendir til. Reyndar fylgir með að raddbeiting, göngulag og jafnvel fas sé sett í samhengi við (INNIHALDIÐ)=GÁFNALJÓSIÐ.  Annars eru þessi mál að öllu framantöldu, bæði gagnvart andlega sem og líkamlega fötluðum verulega að færast í fínt lag.

 

Aftur á móti er ekki hægt að segja það sama um "kerfið" sama virðist vera hvernig fatlaðir reyna að veita sér einhverja lífsbjörg, allsstaðar eru einhverjar hindranir sem felast ýmist í tekjutengingum eða einhverri annarri forsjárhyggju. Löngu er orðið tímabært að skera þetta bótakerfi upp, einfalda það og gera gangskör í að sigta öryrkja og öryrkja í sundur. Þá á ég við að finna þann hóp sem hefur þó nokkra ef ekki mjög mikla möguleika að lokinni endurhæfingu, til þess að VINNA frekar en að hanga á "kerfinu" okkur sem þurfum á aðstoð að halda til vamsa. Mér finnst nú orðið vera hálfgert réttnefni að kalla  þetta, fátæktar-tekjutengingar og vinnuletjunarkerfi nú má vera að auðvelt sé að tala um þetta. Þó er manni löngu orðið svo mikið um og ó yfir því að ekkert skuli gerast í þessum efnum.  

 

Ekki er löggjafinn að hjálpa til með því að dæma þá "ólánsömu" menn sem eru að reyna að ná endum saman, verði þeim sá fótaskortur að STELA sér einum pylsupakka eru þeir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Ein lítil sekt myndi bjarga mörgu ef ekki öllu, síðan eru skilyrði fyrir gjafsókn orðin það þröng að jafnvel öryrkjar=sveitarómagar eru orðnir of (ríkir) til að eiga rétt á gjafsókn.  Þá eru lögfræðingarnir ekki "gratís" tel ég mig vita að eina ráðið þegar þessum möguleika er lokað fyrir okkur (ríka) fólkinu, þá er eina ráðið að grípa til óyndisúrræða, sem varla þurfa nánari útskýringa við.

 

Ekki má gleyma þeirri stofnun þ. e. (TR)  sem er það götótt og óbilgjörn að mann með háskólagráðu þarf til að skipta við það fólk sem lendir í þeim ósköpum að ráða sig í vinnu á þeim bænum. Halda mætti að í starfslýsingu standi MUNIÐ: AÐ GERA ÞEIM ER TIL YKKAR LEITA, LÍFIÐ ÞAÐ LEITT AÐ ÞAU KOMI HELST EKKI AFTUR.

 


Kasta hér fram hugmynd minni.

Lét mér til hugar koma að hripa hér nokkrar línur, er kæmu (að mínu viti) hinum ört fækkandi og jafnframt stækkandi sveitarfélögum til góða. Sem sum hver kveinka sér frekar en ekki undan sívaxandi fjárskorti, tel að það væri heillaráð hjá þeim sem á annað borð hugsa um eitthvað annað en að hækka álögur á íbúana. Gaman þætti mér ef fólk sem að glímir við hvorttveggja andlega og líkamlega fötlun, fengi nú tækifær til að verða nýtir þjóðfélagsþegnar að litlu eða öllu leyti. Hugdetta mín er sú að þessir einstaklingar (skilyrt væri að sá eða sú gæti hjólað) fengju styrk og líka aðstoð frá viðkomandi sveitarfélagi, til þess að kaupa sér létta aftaníkerru og hún yrði að vera tveggja hólfa.  (ekki ósvipaða þessum vinsælu barnakerrum) Þá mætti slá tvær flugur í einu höggi, með því að hreinlega borga þeim (hinum fötluðu) er væru duglegir við að safna rusli og síðan mætti leyfa þeim að tína í leiðinni upp tómar ál/plast og gler drykkjarumbúðir. Síðan dettur mér í hug að styrknum/aðstoðinni væri hægt að ná til baka með því að rukka inn ákveðna prósentu af drykkjarumbúðainnkomu. Ágóði þeirra sveitarfélaga er myndu nýta sér þetta yrði töluverður, svo sem snyrtilegra bæjarfélag, (því glöggt er gests augað) og líka minni hreinsunarkostnaður.

 

Að lokum nefni ég að sjái lesendur hnökra við þessa hugdettu mína komi þeir þá með athugasemd.


Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband