Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þankagangur STOLTS þingfulltrúa 32. flokksþings framsóknarflokksins.

Ágæti lesandi: Hér hripa ég niður nokkur stikkorð til umhugsunar fyrir lesendur, hinn GRÍÐARLEGA vel endurnýaði framsóknarflokkur hélt þrælvel heppnað flokksþing um nýliðna helgi. Það þing var yndislegt í alla staði, stefnumótanir voru MJÖG uppbyggilegar vafalítið munu þær leiða til MIKILLA umbóta fyrir ALLA landsmenn.  Beri flokksforystunni GÆFA til að hafa hliðsjón af þeim tillögum, ólíkt þessum sjálfstæðismönnum. Þar sem ekki er vaninn nú síðari ár að fylgja þeirri stefnumótun sem fer fram á þeirra landsfundum heldur virðist mér sem Hannesar Hólmsteins stefnan hafi tekið ÖLL völd. Gæti ég tiltekið fjölmörg dæmi sem ég sleppi, því þetta á ekki að verða nein langloka. Þetta fjögurra ára kjörtímabil sem er að líða undir lok nú í vor, hefur verið landsmönnum miserfitt. Þar má ég samt til með að gefa þessum vinstriflokkum það hrós að hafa REYNT að jafna út kjör landsmanna, þrátt fyrir að ótal margt hafi skort á t. d. í atvinnumálum og mýmörgum öðrum málum. Þá ber okkur að líta til þeirra tíma þegar"GAMLA"framsókn ásamt sjálstæðisflokknum(sem er en við það heygarðshornið að einkarekstur bjargi ÖLLU, enda með öllu ÓENDURNÝAÐUR)samanber stefnu Hannesar Hólmsteins. Muni framsókn bera gæfa til að framfylgja miklu af því sem samþykkt var um helgina, þá mun hagur landsmanna batna mikið.

 

 

FRAMSÓKN TIL FRAMTÍÐAR. 


NÚ eiga stjórnmálamenn að leysa ÖRT stækkandi VANDA.

Það er nú löngu tímabært að leyst sé úr byggðavandanum, sem stækkar á hraða graftarkýlis sem ekki er meðhöndlað. Þreytandi er orðið að heyra eingöngu viðtöl við ráðamenn, sveitarstjórnarmenn nú eða íbúa á jaðarsvæðum. þar sem göng, samgöngubætur eða jafnvel virkjanir eiga að leysa allann vanda er steðjar að viðkomandi byggðarlagi.

Hef ekki orðið var við að það leysi neitt annað en að heimafólk, eigi þá auðveldara með að flýja heimkynni sín. Væri nú ekki skárra að einbeita sér að innviðunum, svo fólk sé ekki tilneytt að flýja á mölina/malbikið. Þar mætti nú taka til hendinni með ýmsum hætti, styrkja fólk til áframhaldandi búsetu í heimabyggð. Svosem mætti veita ívilnanir á fasteignaskatti, lækka útsvarið og svo mætti lengi lengi telja.

Langt er síðan að ljóst er(hverjum sem vill það sjá)að höfuðborgarsvæðið er ekki í stakk búið til að taka á móti öllum þessum fjölda, þessi þróun kallar líka á svo mikla endurskipulagningu á öllum atriðum. Umferðaræðar eru löngu sprungnar og byggingarland uppurið svo skerða á næst þjónustu við hinar dreyfðu byggðir, með því að setja flugvöllin á ólánsstað.


Er eitthvað að? Maður spyr og fátt verður um svör af viti.

Ekki er skrýtið að fólk, samt aðallega vörubílsjórar skuli grípa til þess að hindra umferð. Það er greinilega það eina sem virkar, því títtnefndir stjórmálamenn eru svo djúpt sokknir með hausinn ofaní malbikið, sbr"að stinga höfðinu í sandin" ekki er orðin nein glóra í þessu með svokallaðan SPARNAÐ. Angry Björn Bjarnason heggur niður löggæsluna allavga brytjar hann hana í smátt, Árni Matt rífur kjaft sé hann gagnrýndur, Geir Haarde gerir ekki neitt annað en að segja eitthvað sem er lítið ef nokkuð að marka. Síðan koma fjölmiðlar með einhverjar upphrópanir um að almannaöryggi sé stefnt í voða, hvað þarf eiginlega að gerast til að áðurnefndir ráðamenn drattist til að vinna þá vinnu sem þeir voru kosnir til að vinna.

Svo er forsætisráðherrann ár eftir ár að grobba sig af gríðarlegum afgangi ríkssjóðs, skuldlaus eigum við hér á þessu skeri að vera gagnvart útlöndum. Ekki má nota þá peninga til þess að bæta lífskjör ALMENNINGS. Shocking Nei þessum afgangi er annaðhvort bruðlað undir ISG (Ingibjörgu utanríkis-stríðsráð-frúar-nefnu, því hún er sjaldnast heima) sé hún ekki að daðra við þetta gervi-öryggisráðsframboð ráðamanna.  Þá er hún að spræna utaní svokallaða Afganistanfriðargæslu, Össur Skarp fer síðan bara á bloggið sitt og bullar einhverja steypu. Hvað er þetta fólk að gera sem það er kjörið til, fátt annað en að spreða OKKAR Angry aurum í einhverja endemis vitleysu.

Manni er ekki farið að lítast nokkurn veginn á þetta ástand. Crying


3. Hluti reynslusögu minnar af minni fötlun, staðan í dag.

Nú orðið er þetta orðið þrælgott þ. e. viðhorf almennings, gagnvart okkur er göngum ekki heil til skógar. Þó ber ennþá á fordómum í okkar garð, nægir þar að tiltaka að æði margir líta á okkur jafn skaddaða (INNVORTIS) og útlitið bendir til. Reyndar fylgir með að raddbeiting, göngulag og jafnvel fas sé sett í samhengi við (INNIHALDIÐ)=GÁFNALJÓSIÐ.  Annars eru þessi mál að öllu framantöldu, bæði gagnvart andlega sem og líkamlega fötluðum verulega að færast í fínt lag.

 

Aftur á móti er ekki hægt að segja það sama um "kerfið" sama virðist vera hvernig fatlaðir reyna að veita sér einhverja lífsbjörg, allsstaðar eru einhverjar hindranir sem felast ýmist í tekjutengingum eða einhverri annarri forsjárhyggju. Löngu er orðið tímabært að skera þetta bótakerfi upp, einfalda það og gera gangskör í að sigta öryrkja og öryrkja í sundur. Þá á ég við að finna þann hóp sem hefur þó nokkra ef ekki mjög mikla möguleika að lokinni endurhæfingu, til þess að VINNA frekar en að hanga á "kerfinu" okkur sem þurfum á aðstoð að halda til vamsa. Mér finnst nú orðið vera hálfgert réttnefni að kalla  þetta, fátæktar-tekjutengingar og vinnuletjunarkerfi nú má vera að auðvelt sé að tala um þetta. Þó er manni löngu orðið svo mikið um og ó yfir því að ekkert skuli gerast í þessum efnum.  

 

Ekki er löggjafinn að hjálpa til með því að dæma þá "ólánsömu" menn sem eru að reyna að ná endum saman, verði þeim sá fótaskortur að STELA sér einum pylsupakka eru þeir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Ein lítil sekt myndi bjarga mörgu ef ekki öllu, síðan eru skilyrði fyrir gjafsókn orðin það þröng að jafnvel öryrkjar=sveitarómagar eru orðnir of (ríkir) til að eiga rétt á gjafsókn.  Þá eru lögfræðingarnir ekki "gratís" tel ég mig vita að eina ráðið þegar þessum möguleika er lokað fyrir okkur (ríka) fólkinu, þá er eina ráðið að grípa til óyndisúrræða, sem varla þurfa nánari útskýringa við.

 

Ekki má gleyma þeirri stofnun þ. e. (TR)  sem er það götótt og óbilgjörn að mann með háskólagráðu þarf til að skipta við það fólk sem lendir í þeim ósköpum að ráða sig í vinnu á þeim bænum. Halda mætti að í starfslýsingu standi MUNIÐ: AÐ GERA ÞEIM ER TIL YKKAR LEITA, LÍFIÐ ÞAÐ LEITT AÐ ÞAU KOMI HELST EKKI AFTUR.

 


Aukning í sumu.

Óskiljanlegt þykir mér að hér á Árborgarsvæðinu er verið að tala um gríðarlega aukningu á húsnæðismarkaði, Þó er lítil eða öllu heldur alger kyrrstaða í því sem heitir félagslegt húsnæði. Ekki  verður maður var mikinn vilja til að halda því húsnæði sem fyrir er í þokkalegu standi. Nei lausnin virðist felast í því að þenja byggðina út og suður, gott ef ekki norður líka. LoL Grin Mikið mætti hagræða, spara og líka auðvelda með því einu að vera ekki að þenjast þetta út um allt byggðarlagið kannski yrði hægara að fara á milli bæjarhluta. Síðan að lokum vil ég benda á að eitthvað myndi nú sparast í hinum sívaxandi útgjöldum sveitarfélaga.

Velferð: vonandi fyrir FLEYRI en fáa.

  Hér er maður með reynslu af hinu svokallaða fyrirmyndar-almannatryggingakerfi  aðeins að blása. Við sem þurfum að fá örorkubætur, erum sko ekki æskilegir starfskraftar úti á hinum almenna vinnumarkaði. Dirfist eitthvert okkar bótaþegana að vinna, þó ekki væri nema brot af venjulegum vinnudegi, sem ekki er öllum öryrkjum fært að gera. Fer bróðurparturinn af þeim launum sem inn koma beina leið í ríkiskassann, þökk (eða öllu heldur óþökk) sé þessari tekjutengingu, sem eftir mínum heimildum er hreint og beint slæm fyrir ríkið, tel mig fara með rétt mál með að fullyrða að ríkið hagnist EKKI á því að fjötra okkur í fátækt. Þó keppast þeir sem aðhyllast sjálfstæðisstefnuna um að kenna framsóknarmönnum um. Með fullyrðingum sem þessum, (ja bæði heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eru á forræði framsóknar) samt er fjármálaráðherrann sjálfstæðismaður.                                                                                 

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband