Ævintýraferð MÍN og VINAR míns laugardaginn 26,07

Eins og lesendum mínum er kunnugt, þá er ég búinn að öðlast nýja/gamla fíkn sem ég kalla FJALLAfíkn. Þó vakti fyrrnefndur VINUR minn upp þá fíkn sem ég hef ég haft frá því fyrir (líkamlega) örkumlan mína, sú fíkn mín er í mínu hugskoti alger óbyggðaFÍKN. Þannig er mál með vexti að þessi áðurnefndi VINUR minn er þeim hæfileikum búinn að geta tekið mér sem hverjum öðrum einstaklingi, auk þess sem viðkomandi á bifreið sem er upplögð í fallaferðir með FATLAFÓL. Blush

Jæja þá er ég búinn að rekja það, leið okkar lá upp í Hrunamannahrepp. Þar ókum við inn einkafjallveg er liggur langleiðina frá prestsetrinu Hruna alla leið inn undir Gullfoss, þarna inni á ÆSKUslóðum mínum glaðvaknaði þessi árátta mín sem felst í því að vera EINN og laus við skarkala borgar/bæjalífsins.

Er við vorum komnir innað fossi er nefnist Hildarselsfoss var tjaldbúðum slegið upp, síðan ekið fram og tilbaka þarna um öræfin að sjálsögðu var ekki ekið neitt þar sem slóðar voru ekki fyrir. Grin


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ég fer í fríið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þegar að þetta birtist þeim sem inn á mína síðu líta, þá er ég á leiðinni til Tyrklands og ætla ég mér að dvelja á Marmaris-ströndinni í smá tilbreytingu frá amstri hinnar nýtilkomnu fjallafíknar.

HelgarAFREKIÐ.

Eitt sem ég hreinlega verð að monta Joyful mig af 27. apríl var mér boðið með uppá Eyjafjallajökul, sem er svo sem ekkert til að grobba sig af. Þó framdi ég þann ótrúlega gjörning á toppnum"þó ég segi sjálfur frá" þá vita nú FLESTIR sem þetta blogg lesa að ritari er nú líkastur OFURdrukknum manni þegar hann  situr ekki undir stýri á sínum FJALLAbíl. Afrekið sem ég er alveg æðislega ánægður með var að sá fatlaði þ.e. ég þrammaði einn og óstuddur í sólbráðinni upp á topp snævi þakins steins sem nefnist Goðasteinn, jökullinn er í rúmlega 1650 metra hæð en sé Goðasteininum bætt við reiknast mér til að hæðin sé tæpir 1700 metrar. Heiðskýrt var þarna uppi og útsýnið ó boy ó boy alveg var þetta himneskt, þetta var hrein og bein Mont Everestferð fyrir mig. Tek samt örugglega Everest fjallið þegar ég verð nálægt þeim tindi, svona til að hafa eitthvert annað afrek að monta mig af. Blush
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er eitthvað að? Maður spyr og fátt verður um svör af viti.

Ekki er skrýtið að fólk, samt aðallega vörubílsjórar skuli grípa til þess að hindra umferð. Það er greinilega það eina sem virkar, því títtnefndir stjórmálamenn eru svo djúpt sokknir með hausinn ofaní malbikið, sbr"að stinga höfðinu í sandin" ekki er orðin nein glóra í þessu með svokallaðan SPARNAÐ. Angry Björn Bjarnason heggur niður löggæsluna allavga brytjar hann hana í smátt, Árni Matt rífur kjaft sé hann gagnrýndur, Geir Haarde gerir ekki neitt annað en að segja eitthvað sem er lítið ef nokkuð að marka. Síðan koma fjölmiðlar með einhverjar upphrópanir um að almannaöryggi sé stefnt í voða, hvað þarf eiginlega að gerast til að áðurnefndir ráðamenn drattist til að vinna þá vinnu sem þeir voru kosnir til að vinna.

Svo er forsætisráðherrann ár eftir ár að grobba sig af gríðarlegum afgangi ríkssjóðs, skuldlaus eigum við hér á þessu skeri að vera gagnvart útlöndum. Ekki má nota þá peninga til þess að bæta lífskjör ALMENNINGS. Shocking Nei þessum afgangi er annaðhvort bruðlað undir ISG (Ingibjörgu utanríkis-stríðsráð-frúar-nefnu, því hún er sjaldnast heima) sé hún ekki að daðra við þetta gervi-öryggisráðsframboð ráðamanna.  Þá er hún að spræna utaní svokallaða Afganistanfriðargæslu, Össur Skarp fer síðan bara á bloggið sitt og bullar einhverja steypu. Hvað er þetta fólk að gera sem það er kjörið til, fátt annað en að spreða OKKAR Angry aurum í einhverja endemis vitleysu.

Manni er ekki farið að lítast nokkurn veginn á þetta ástand. Crying


Stórtíðindi úr Haukadalnum.

Síðastliðna viku hefur borið á töluverðum óróa í og við hverinn Geysi í Haukadal, samkvænt heimildum úr Bláskógabyggð hefur orðið vart mikilla gárna á yfirborði hversins. Síðan hafa nokkrar vatnsrokur komið sem ekki þóttu benda til neins meira, þó ber þess að geta að ein sú hæsta nam einum 12. metrum. Búist er við áframhaldandi óróa í hvernum eitthvað áfram, þó telja kunnugir að RISAgos muni verða í hvernum nú eftir svona á að giska 10. tíma. Í tilefni þess að óvenju margir lögðu leið sína upp að Geysi, skal það tekið fram að um aprílgabb var að ræða. Blush Grin Tounge

Spaugstofan er FÍN og "ELDIST" vel.

Minn(yfirleitt)skemmtilegasti þáttur af innlendu efni er Spaugstofan, þeir eru virkilega djúpir að mínu mati. Þrátt fyrir það eru margir þannig að átta sig ekki á að viðkomandi verður að HUGSA, áður en hann fer hann fer að rífa einn eða fleiri þætti niður. Er ekki svolítið skrýtið hvað margir urðu illir útaf gríni Spaugstofumanna, þegar Ólafur F. Borgarstjóri lenti í skotskífu þeirra. Þó skilur maður að hér á þessu fámenna skeri þurfi alltaf einhverjir húmorslausir alvitringar að rífast yfir nær öllu. Mér Þykir allt í lagi að menn sem eru í opinberu embætti(líklega því þriðja ábyrgðamesta) fái svona góðlátleg skot þó um ANDLEG veikindi hafi verið að ræða, fannst samt að þeir væru of óvægnir sérstaklega þetta með gauksklukkuna. Leyfi mér nú að vitna í þau skot sem Jay Leno skýtur FAST á Bush. Skil bara ekki þennan hégómleik í þeim aðilum sem stukku uppá nef sér og skrifuðu í flest þau dagblöð sem gefin eru út, ekki varð allt vitlaust um árið Þegar Halldór Blöndal (þá ráðherra) kúldraðist á hausinn fyrir framan Stjórnarráðið og braut á sér hendina, þá urðu ekki margir reiðir þegar þeir tóku takta Davíðs Oddssonar þar sem maðurinn var alltaf að endurtaka sig. Ekki minnist ég neinna upphrópana né mótmæla Þegar þeir gerðu gys af Ólafi Ragnari sem þingmanni með hina fleygu setningu á vörunum "skítlegt eðli forsætisráðherra" Ekki má nú undanskilja hinn umdeilda Halldór Ásgrímsson, sem fékk nú yfirleitt það hlutverk að vera heilalaus fáviti. Þá var þátturinn í gærkveldi alveg milljón þarna sat ég og hló mig nær máttlausan, samt mun örugglega einhver húmorslausi vitringurinn koma á næstu vikum og gagnrýna að þeir skyldu gera grín af þessari HEILÖGU(auravision)kjánakeppni. Ekki skal undanskilinn þátturinn(fyrir páskana um árið) þar sem þeir VOGUÐU sér að færa hina helgu kvöldmáltíð yfir í smá grín, ekki fór það nú vel í landann sem reis uppá afturlappirnar og dró þá fyrir dómstóla. Segi nú að fólk sem varla fer til kirkju, nema í skírn giftingu eða jarðarför ætti nú að HUGSA aðeins áður en það fer að koma með fullyrðingar um guðlast og fleira í þeim dúr, Þessir stuttu en ómetanlega góðu þættir(reyndar ekki allir) hafa gert svo margt gott að maður er hálfundrandi á því hvernig fólk lætur.


A. T. H. ATHUGIÐ A. T. H.

Framan af árinu þ. e. janúar þjáðist ritari af heiftarlegri andleysis-bloggleti, síðan er taka átti til við að blogga á ný Þá komu iðnaðarmenn í vinnu til ritara. Þannig að ég óska eftir biðlund fram að mánaðarmótum, þá fer nú andleysisbloggletin að hverfa líkt og snjófargið,

 

 

KVEÐ AÐ SINNI. 


Það er GOTT að búa á Selfossi.

Þessa færslu skrifa ég til þess að sýna framá að titill hennar(færslunnar) er réttnefni, hér í okkar annars góða sveitarfélagi er svo margt í bígerð er snertir framfarir á mörgum sviðum. Þó set ég ?-merki við þann leiða hátt sem tröllríður öllu nú um stundir. hann er flýtirinn við að stækka, helst birtist hann í því að húsbyggingum er hrækt upp með slíkum ofurhraða að nær ógerlegt er að festa kaup á lítilli jafnt sem stórri fasteign. Nánast er hægt að fullyrða að um galla verði að ræða allavega innan nokkurra ára.

 STAÐREYNDIR.

1. Öll helsta þjónusta er innan seilingar, vegalengdir ekki miklar og sé einhver lesandi óánægður með það mat mitt, þá er það vegna þess að viðkomandi þarf helst að gleypa allt"bakkelsið" í einum bita. hérna er líka ennþá MJÖG lítið um umferðarljós, sem myndu valda áðurnefndum (óþreyjuseggjum) ómældum töfum því þeir yrðu að flýta sér hægar.

 

 

2. Síðan má taka fram að sé fólk óánægt með að flytjast úr borg"óttans" í borg, þ.e. Árborg þá má með góðu móti segja að fleiri kostir séu í boði (reyndar innan Árborgar) Þar ber fyrst að nefna títtnefnda búgarðabyggð. Þá koma Eyrarbakki eða Stokkseyri örugglega vel til greina fyrir þá sem vilja nálægð við sjó, plús það að þar eru húsin lítil og uppbyggð.

 

Ókostir.

 

Nær engir ef frá eru talin þröngur þjóðvegur sem og löngu sprungin brú, þá er um að gera að taka bara krókinn frekar en kelduna"sem er mörgun Íslendingnum nær ómögulegt, nema tilneyddum"

 

 


Hef ákveðið.

Erfitt hefur mér fundist að taka þessa ákvörðun, Þeir bloggvinir mínir sem einhverra hluta vegna hafa ekki áhuga á mínum bloggfærslum. Við þá ætla ég að segja að nýársheit mitt er að grisja dálítið í mínum bloggvinahópi sökum anna, Blush Hef ekki undan að lesa alla mína bloggvini, trúlega gildir sama um þá sé tekin talning á bloggvinahópi þeirra.

Smá pæling hjá mér.

Ætla að beina þessari færslu til þónokkurra (samt ört minnkandi hóps.) Hreyfihamlaður hef ég verið í rúm 24 ár. Á þeim tíma hefur orðið umbylting hvað snertir viðhorf til okkar, sem göngum ekki heil (líkamlega) til skógar. Þrátt fyrir þá byltingu sem orðið hefur, finnst "allavega" mér að eilítið vanti uppá að við sem hvorki höfum raddbeitinguna né fínhreyfingarnar í 100% lagi fáum eilitla hundsun, mat mitt er að þar megi úr bæta. Vil ég gefa mér það bessaleyfi að mæla fyrir báða hópa, líkamlega sem og  þroskahefta. Á þessum 24 árum hef ég fundið að þeir sem taka okkur eins og öðrum þ. e. hlusta á okkur burtséð frá hraða orða og hinu líkamlega fasi, hafa ákveðin umframskilning á lífinu. Margir "að mínu áliti" eru gjarnir á að dæma fyrst og síðan er manneskjan dómtekin, smá myndlýking úr dómssal.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband