Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Nú er maður NÁNAST búinn að missa trúna á mannskepnuna.
Frétt er var í Ríkissjónvarpinu 19,08"08 fjallaði um mann er lagt hafði ólöglega og skapaði hættu, lögregla hafði kallað til dráttarbíl sem fjarlægði bílinn. Þegar síðan eigandinn loks sá ástæðu til að fjarlægja bílinn, Þá var hann(bíllinn)og líka dráttarbíllinn horfinn einhvern veginn, hafði hann úppá dráttarbílstjóranum.
Þeirra á milli varð eitthvert orðaskak og þegar það bar engan árangur, þá skipti engum togum að eigandi hins brottdregna bíls. Rak manninum(dráttarbílstjóranum) þvílíkt höfuðhögg að viðkomandi lá óvígur eftir, kalla þurfti til sjúkrabíl og kom þá í ljós að hann hafði hlotið heilahristing.
Þarna sat ég í mínum hægindastól, hlustaði opinmynntur á fréttina og trúði alls ekki eigin eyrum. Hvernig í ósköpunum er ÞETTA þjóðfélag að verða, þetta er svo skrýtið fyrir saklausann sveitadreng eins og mig. Rétt ætla að vona að þetta hafi einungis verið GÚRKUFRÉT, Þó ónotatilfynningin sé eiginlega ekki alveg farinn úr mér.
Bloggvinir
- gudruni
- markusth
- latur
- steinnhaf
- olibjo
- tungirtankar
- dullari
- ea
- hallurmagg
- gesturgudjonsson
- lydur
- ragnargeir
- holmdish
- gvario
- zunzilla
- nhelgason
- gvald
- bjarnihardar
- jonaa
- credo
- agny
- psi
- saedis
- magnusvignir
- danjensen
- christinemarie
- lillagud
- jyderupdrottningin
- stormsker
- tofraljos
- raija
- thjodarsalin
- baldurkr
- oddaverji
- gudmundsson
- bokakaffid
- gattin
- austurlandaegill
- eyglohardar
- neytendatalsmadur
- gmaria
- harhar33
- rattati
- kht
- irisholm
- jonmagnusson
- jon-o-vilhjalmsson
- bassinn
- larahanna
- okurland
- svarthamar
- rafng
- fullvalda
- sigingi
- sisshildur
- fia
- gonholl
- stefanbogi
- tomasellert
- ubk
- steinisv
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef ekki heyrt þetta fyrr en nú, djö. skapbræði er í þessu liði fyrir sunnan, það er annað en rólegheitin á Selfossi.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 00:28
Já við erum ekki lengur á lítilli saklausri eyju! því miður.
Emma Vilhjálmsdóttir, 21.8.2008 kl. 02:08
Mér varð líka um og ó þegar ég heyrði þessa frétt. En fegin var ég að maðurinn sem varð fyrir árásinni skyldi jafna sig. Ég vona að minnsta kosti að hann jafni sig að fullu.
Farðu vel með þig Eiki minn og bestu kveðjur í daginn þinn.
Tína, 21.8.2008 kl. 06:33
Ég er greinilega voðalega sveitó líka...
Voðalega eiga sumir erfitt með að hemja skapið sitt.
Vona að maðurinn sé búinn að jafna sig, eða mennirnir réttara sagt.
Knús á Eikann
Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 06:57
Mér brá við þetta líka. Þetta er alltaf að verða verra og verra.
Halla Rut , 23.8.2008 kl. 20:08
Allt of mikið af svona fréttum. Til hamingju með silfrið
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 12:39
Siggi: Svona hegðun kallar í það minnsta á opiberar hýðingar, annars er þetta langt í frá að kallast FULLþroskaður maður.
Ásdís: Þarna erum við sammála, sem oft áður.
Emma: Satt er það, þó er þetta svo illilega fávitalegt.
Tína: Vona líka að hann jafni sig.
Eiríkur Harðarson, 25.8.2008 kl. 00:10
Hulla: Það er GOTT að vera sveitó.
Halla: Þetta er orðið svo illilega óheilbrigt.
Hólmdís: Þessar fréttir eru líka eitthvað sem gefur fréttasnápunum kikk, sömuleiðis til hamingju með árangurinn hjá strákunum.
Eiríkur Harðarson, 25.8.2008 kl. 00:16
Þeir reynsluminni skilja lífið öðruvísi en við reynslumeiri. Úfffff...
Halla Rut , 26.8.2008 kl. 00:29
Það er því miður mikið af svona fólki þarna úti. Svo Eiki minn...vertu bara í sveitinni
Brynja Hjaltadóttir, 26.8.2008 kl. 09:55
Halla Rut: Satt segirðu, vorum við NOKKURN tíma svona FRUMSKÓGARLEG í framkomu? Sannast sagna tel ég þennan fj.... vera tilkomin vegna þessa feministaáróðurs. Fram skal tekið að ég hallast EKKI í átt til einhverra hellisbúahugsana, þó er ég á þeirri skoðun að konur eigi að fá að vera konur og karlar eigi að fá að vera karlar. Málið er yfirleitt PENINGAR þó margar ykkar hafi í ykkur eitt og annað sem snýr að frama, þá er að mínu mati ALLT of mikið um að konur eru TILNEYDDAR í framapot.
Brynja: Hér verð ég allavega um sinn, vert þú velkomin hingað eða á heimaslóðir.
Eiríkur Harðarson, 29.8.2008 kl. 00:40
Því miður virðast alltaf þau málefni sem eru neikvæð vera af fréttasnápum talið meira fréttaefni heldur en eitthvað gott og mannúðlegt...Það er eins og þeir leggi fægð á það sem er jákvætt fréttaefni...Þeir virðast leggja sem mest upp úr því að skapa múg/æsandi/sefjandi fréttir..um mál sem valda hneykslun og vekja viðbjóð...þá er tilganginum náð...
Svo virðist nú mannskepnan vera þannig gerð að hún tekur bara eftir þessu eina skemmda epli af níu flottum og fallegum...
Ég ætla að vona að enn sé þó til fleira af fólki sem ekki myndi detta sér í hug að hegða sér svona eins og hér umræðir..Kveðja í sveitasæluna...
Agný, 15.9.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.