Smá pæling hjá mér.

Ætla að beina þessari færslu til þónokkurra (samt ört minnkandi hóps.) Hreyfihamlaður hef ég verið í rúm 24 ár. Á þeim tíma hefur orðið umbylting hvað snertir viðhorf til okkar, sem göngum ekki heil (líkamlega) til skógar. Þrátt fyrir þá byltingu sem orðið hefur, finnst "allavega" mér að eilítið vanti uppá að við sem hvorki höfum raddbeitinguna né fínhreyfingarnar í 100% lagi fáum eilitla hundsun, mat mitt er að þar megi úr bæta. Vil ég gefa mér það bessaleyfi að mæla fyrir báða hópa, líkamlega sem og  þroskahefta. Á þessum 24 árum hef ég fundið að þeir sem taka okkur eins og öðrum þ. e. hlusta á okkur burtséð frá hraða orða og hinu líkamlega fasi, hafa ákveðin umframskilning á lífinu. Margir "að mínu áliti" eru gjarnir á að dæma fyrst og síðan er manneskjan dómtekin, smá myndlýking úr dómssal.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góð færsla hjá þér Eiríkur, eins og endra nær. Það eru því miður ennþá alltof margir sem eru fullir fordóma í garð, ekki bara fatlaðra, heldur fólks sem ekki er á sama máli, er ekki með sama stadus bæði hvað varðar menntun, efni og fleira. Fordómar í garð fatlaðra hafa, eins og þú bendir á farið minnkandi en enn eru fordómar eigi að síður og vonandi hverfa þeir alveg. Það eru margir sem setjast í dómarasætið og dæma til hægri og vinstri án þessa að kynna sér málin, manneksjurnar eða yfirleitt um hvað málin snúast. Endilega haltu áfram að vekja máls á þessu, Eiríkur. Þú ættir að skrifa meira. Ég óska þér svo kæri vin, Gleðilegra jóla og farældar á komandi ári með þökk fyrir bloggið þitt og  kommentin. Kær kveðja. Silla

Sigurlaug B. Gröndal, 24.12.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri vinur. Þarna mælirðu rétt. Það vantar ofti skilning fólks gagnvart þeim sem eiga við fötlun og heilsubrest að stríða. Í fullkomnum heimi værum við á sama plani og hinir og með  miklu meir laun.  GLEÐILEG JÓL KÆRI VINUR OG HJARTANSKVEÐJA FRÁ OKKUR ÖLLUM Í MINNI FJÖLSKYLDU.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 02:41

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Mjög góð og þörf færsla hjá þér Eiríkur minn. Skillningsleysi er ekki meðfætt, það er uppeldisvandamál sem þarf að vekja athygli á og breyta. Gleðileg Jól og farsælt komandi ár, hafðu það sem best um hátíðina . Þakka yndisleg bloggkynni og vinskap. Jólakveðjur Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 12:08

4 identicon

Mikið er ég sammála þér Eiríkur.  Þessi umræða er mjög jákvæð.  Það er alltof mikið af hálfvitum í þessu þjóðfélagi okkar sem hafa fordóma fyrir því sem þau þekkja ekki og vilja ekki kynnast.  Auðvitað eigum við að dæma fólk útfrá innri manni en ekki útliti eða fötlun.  Ég held að uppeldi skipti miklu máli hvað fordóma í garð fatlaðra varðar.  Sjálf er ég alin upp við það að við erum öll jafn mikilvæg, hvernig sem við erum og þannig mun ég ala mín börn upp.  Ég persónulega met fólk útfrá því hvaða mann það hefur að geyma.  Ég dáist að fólki sem lærir að lifa með fötlun sinni og er jákvætt og bjartsýnt.  Fólk sem hefur svo mikla reynslu að það kann að meta lífið enn meira en þeir sem eru alheilbrigðir.  Fatlaðir og sjúkir eru að mínu mati oftast duglegasta fólkið í þjóðfélaginu og ég vildi óska þess að meiri virðing væri borin fyrir þeim sem þjást.  Mér finnst fáránlegt að fólk sem er lasið eða fatlað eða seinfært þurfi að gjalda þess með fordómum annarra og svo einnig með bótum sem venjulegt fólk getur ekki sætt sig við að lifa á.  Þú ert mjög duglegur Eiríkur og ég dáist að þér.  Þú ert líka mjög skemmtilegur persónuleiki og kemur mér alltaf til að hlæja.  Svolítið mikið líkur Sigga hvað grín og glens varðar. 

Gleðileg jól og hafðu það sem best um jólin.

Emma (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 03:27

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gleðileg jól Eiki bleiki..

Brynja Hjaltadóttir, 25.12.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Gleðileg jól

og þú átt pakka á síðunni minni

Guðríður Pétursdóttir, 27.12.2007 kl. 13:16

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Já þú vilt auðvitað vera Eiríkur rauði...

Brynja Hjaltadóttir, 27.12.2007 kl. 17:03

8 identicon

Halló það sem mér finnst ömurlegast er þegar það er talað um þetta fólk eða þennan hóp fólks.ÖMURLEGT.Ég get orðið brjáluð.

Áslaug (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 29255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband