Lítum okkur NÆR.

Legg til að landsmenn fari nú að einbeita sér að því að bjarga þjóðinni úr efnahagsfjármálakreppudýinu án þess að vera alltaf að kenna öðrum um þetta eilífa nágranna-vinaþjóða-höfnunar-kjaftæði(þó það sé líka bráðnauðsynlegt),,ber er hver að baki nema bróður sér eigi"

Nú eiga landsmenn/konur að hætta þessu mengunar-stóryðju-bulli og bretta upp ermar með því að nýta hugvitið. Nóg eigum við af tómu eða hálfbyggðu húsnæði, orku eigum við í það miklum mæli að venjulegum manni sundlar taki hann uppá því að mæla hana í sundlaugalítratali. Komum okkur nú í að byggja upp hugvitsiðnað t. d. Gagnaver, Eve-online(man ekki nafn fyrirtækisins) Mér allavega þykir fátt ef nokkuð fyndið hve okkar ÆÐSTU ráðamenn s. s. forsetinn hlaupa úr einu í annað þá erum við 90% búin að koma okkur alveg EIN OG ÓSTUDD í þetta skuldafen. Hunskumst til að ná okkur í gjaldeyri með því að nýta þetta hugvit sem ráðamenn háir sem lágir innan embættismannakerfisins  hafa verið síblaðrandi um.

Þá er nú alveg löngu tímabært að koma megninu af þessum eigihagsmunaseggjum frá.

Án nokkurs vafa eru erlendir bankar búnir að klaufast til að lána okkur ALLTOF MIKIÐ, Þá er að mínu mati ekki rétt að einblína alltaf á aðra sem sökudólga. Þrátt fyrir að við séum í alþjóðlegu sambandi þjóða, þá erum við ekki með neytt leyfi fyrir því að láta eins og aumingjar gangi eitthvað á, sem vissulega gerir nú um stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fínn pistill

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 18:01

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Siggi: Feisbókarvefurinn er svo dj.....  ávanabindandi að manni er hollast að koma oft hér inn á MBL, til að verða ekki jafn húkkt á þeim vef og reykingamanni verður á rettunni (A.T.H. hér er reykingamaður að skrifa) Ætli maður reyni ekki að hripa einhverjar línur fyrir áramót.

Hólmdís: Mér er ánægja af því að þér líkar hann.

Eiríkur Harðarson, 22.11.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Tína

Mikið var að einhver talaði af viti!!! Tek heilshugar undir Eiríkur minn.

Tína, 25.11.2008 kl. 08:41

4 identicon

jæja gammur .það þarf ekkert að skammast sin fyrir að vera þjóðernissinnaður Eirikur  það komast allir á þing ,góður við borðið ,treystu engum.

ukall (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tína: Þakka þetta.

Ukall: Kemurðu ekki með mér í pólitíkina, er nokkuð á þig að treysta?

Eiríkur Harðarson, 26.11.2008 kl. 01:31

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heyr heyr

Heimir Eyvindarson, 27.11.2008 kl. 22:07

7 Smámynd: Stafnhús ehf

Sæll kæri vinur.

Við erum hjartanlega sammála og trúum því að þegar allt kemur til alls verði Eyrarbakki höfuðborg hins fullvalda nýja Íslands þar sem samheldni og náungakærleikur verða í hávegum hafðir....ef einn græðir , græða allir en ef einn tapar...þá hjálpa hinir....

Gleðilega Fullveldishátíð og kveðjur frá Thailandi

Anna

Stafnhús ehf, 28.11.2008 kl. 13:24

8 identicon

Ertu hættur skrifa þarna hrokkafulli hreppamaður,  verður Hertoginn að koma i heimsókn.

ukall (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:32

9 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir: Fínt er að þér líkar pistillinn, kemur mér þægilega á óvart að þér líki þetta hrafnaspark mitt. Sérstaklega í því ljósi að ég tel mig styðja(hinn)deyjandi framsóknarflokk. Óska þess innilega að þarna hafi ég farið framúr mér.

Stafnhús: Anna ég óska þér líka gleðilegrar Fullveldishátíðar, vona heitt að þú hafir komist heim áður en lætin byrjuðu þarna í(að ég held)Bangkok.

Ukall: Ásgeir minn hvaða andskotans kjaftur er á þér nafnleyinginn þinn.

Eiríkur Harðarson, 29.11.2008 kl. 22:34

10 identicon

flott, og fyrirtækið heitir CCP

Steinþóra (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 23:19

11 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Steinþóra: Þarna hittirðu beint í mark.

Eiríkur Harðarson, 12.7.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband