HelgarAFREKIÐ.

Eitt sem ég hreinlega verð að monta Joyful mig af 27. apríl var mér boðið með uppá Eyjafjallajökul, sem er svo sem ekkert til að grobba sig af. Þó framdi ég þann ótrúlega gjörning á toppnum"þó ég segi sjálfur frá" þá vita nú FLESTIR sem þetta blogg lesa að ritari er nú líkastur OFURdrukknum manni þegar hann  situr ekki undir stýri á sínum FJALLAbíl. Afrekið sem ég er alveg æðislega ánægður með var að sá fatlaði þ.e. ég þrammaði einn og óstuddur í sólbráðinni upp á topp snævi þakins steins sem nefnist Goðasteinn, jökullinn er í rúmlega 1650 metra hæð en sé Goðasteininum bætt við reiknast mér til að hæðin sé tæpir 1700 metrar. Heiðskýrt var þarna uppi og útsýnið ó boy ó boy alveg var þetta himneskt, þetta var hrein og bein Mont Everestferð fyrir mig. Tek samt örugglega Everest fjallið þegar ég verð nálægt þeim tindi, svona til að hafa eitthvert annað afrek að monta mig af. Blush
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Flottur.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 02:30

2 Smámynd: Agný

Þú mátt sko vera stoltur af þér vinur..og ekki spillti að góða veðrið var í för með þér..

Agný, 29.4.2008 kl. 03:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú meira en ég get montað mig af, þú ert frábær að fara þetta, væri sko til í að komast upp á svona eitt fjall og sjá útsýnið.  Hafðu það gott gamli minn.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Glæsilegt.. !!!

Guðríður Pétursdóttir, 29.4.2008 kl. 15:35

5 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Frábært hjá þér!  Þú ert ekkert smá flottur á því .  Ég hef verið á leiðinni að ganga upp Esjuna núna í fjögur ár, en hef ekki haft heilsu í það enn.  Hef reyndar farið nokkrum sinnum, þ.e. fyrir svolítið mörgum árum síðan... en... Þetta er glæsilegt hjá þér Eiríkur minn!

Emma Vilhjálmsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Til hamingju með árangurinn. Það jafnast ekkert á við það að standa á toppi einhvers fjalls í góðu veðri og skoða útsýnið og vera svolítið montinn af sjálfum sér í leiðinni

Sölvi Breiðfjörð , 30.4.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Njörður Helgason

Sæll Eiríkur. Þú hefur það vonandi prýðisgott.

Ekki furða þó að útsýnið hafi þér þótt fallegt, tignarlegt. Þú hefur séð yfir Mýrdalinn og Eyjafjöllin.  Falleg héröð.

MBK NH.

Njörður Helgason, 1.5.2008 kl. 22:28

8 Smámynd: Steinn Hafliðason

Til hamingju Eiríkur

Steinn Hafliðason, 2.5.2008 kl. 01:46

9 Smámynd: Pétur Sig

Flott hjá þér Eiki pungur! Núna þarftu helst að fá Ljónsstaðabræður í að breyta hjólinu þínu í jöklamonster svo þú getir tekið fleiri tinda...

Pétur Sig, 2.5.2008 kl. 14:58

10 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hólmdís: Ég er svo yfirmáta montinn af þessum gjörningi mínum, sérstaklega að hafa klifrað þetta á mínum forsendum.

Agný: Veðrið var náttúrulega það sem toppaði þetta.

Ásdís: Þú átt nú örugglega eftir að toppa þetta mont mitt, þegar líða tekur á og heilsan batnar.

Guðríður: Þakka þér fyrir.

Emma: Esjan er tignarleg maddamma, samt ferðu nú ekki að rogast þarna upp eins heilsan er núna.

Eiríkur Harðarson, 5.5.2008 kl. 11:15

11 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sigurður Helgi: Vertu velkominn í þennan monthóp, þarna erum vð allavega orðnir 2.

Sölvi Breiðfj: Takk fyrir, satt segirðu fátt er það sem jafnast á við þessa tilfinningu. Tel kannski samveru með GÓÐRI OG FALLEGRI konu, komast nálægt þessari upplifun

Njörður: Vonandi hefur þú það jafngott, útsýnið er yndislegt utan þess augljósa galla að Eyjafjallajökull er ekki í mínu héraði.

Steinn: Takk fyrir.

Pétur pungstappa: Ljónsstaðabræður gætu nú heldur betur gert hjólið að alvöru græju.

Eiríkur Harðarson, 5.5.2008 kl. 11:46

12 identicon

Núna verður ekki aftur horfið.. Þú ert háður ,,fjallaferðum" Þú ert lang flottastur félagi ;)

Bessi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Snillingur ertu, þetta er frábært hjá þér. Til hamingju með þetta afrek strákur. 

Ég er búin að fara margar ferðir upp og niður Esjuna... þ.e.as Í HUGANUM..

Þetta er bara byrjunin hjá þér því mér skilst að flestir fái bakteríuna, ég er allavega alltaf á leiðinni að byrja.

Knús!!

Solveig Pálmadóttir, 7.5.2008 kl. 23:41

14 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sko þig Eiki bleiki..er ekkert smá stolt af þér strákur..

Ég hef nú ekki komist hærra en á Hvolsfjall og trúðu mér..það er ekki mjög hátt

Brynja Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 23:14

15 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Bessi: er ekki komin upp hugmynd um að jafna Kögunarhól við jörðu? þannig að líklega verð ég að beina sjónum(sjón) mínum (minni) til einhverra HÆRRI hóla. T.d. jökla eða annarra fjalla.

Solla Pálma: Þú þarft að fara að æfa þig, koma svo STARTIÐ gæti t.d. verið "fjallið eina"

G. Brynja: Er ekki sagt að allt sé fertugum fært.

Eiríkur Harðarson, 9.5.2008 kl. 00:50

16 identicon

Til hamingju

Hvassorð (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 02:35

17 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Vel af sér vikið Eiríkur!

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.5.2008 kl. 17:50

18 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þakka ykkur ÖLLUM sem hafa sýnt mér að ég má vera alveg yfirmáta STOLTUR af þessu afreki, þó undir mont muni það falla.

Eiríkur Harðarson, 11.5.2008 kl. 21:28

19 identicon

Flottur Eríkur.
Ekki vil ég kalla þetta mont. Ég hef nú ekki náð þessum árangri þó ég teljist ófatlaður líkamlega, látum það andlega liggja milli hluta....

Glæsilegt hjá þér og þú átt örugglega eftir að klífa fleiri fjöll.

Óðinn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:26

20 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Eyjafjallajökull - það er nú meira en einhver meðalhæð! - Til hamingju með þetta Eiríkur.

B.kv.

Ragnar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 17.5.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband