Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Er eitthvað að? Maður spyr og fátt verður um svör af viti.
Ekki er skrýtið að fólk, samt aðallega vörubílsjórar skuli grípa til þess að hindra umferð. Það er greinilega það eina sem virkar, því títtnefndir stjórmálamenn eru svo djúpt sokknir með hausinn ofaní malbikið, sbr"að stinga höfðinu í sandin" ekki er orðin nein glóra í þessu með svokallaðan SPARNAÐ. Björn Bjarnason heggur niður löggæsluna allavga brytjar hann hana í smátt, Árni Matt rífur kjaft sé hann gagnrýndur, Geir Haarde gerir ekki neitt annað en að segja eitthvað sem er lítið ef nokkuð að marka. Síðan koma fjölmiðlar með einhverjar upphrópanir um að almannaöryggi sé stefnt í voða, hvað þarf eiginlega að gerast til að áðurnefndir ráðamenn drattist til að vinna þá vinnu sem þeir voru kosnir til að vinna.
Svo er forsætisráðherrann ár eftir ár að grobba sig af gríðarlegum afgangi ríkssjóðs, skuldlaus eigum við hér á þessu skeri að vera gagnvart útlöndum. Ekki má nota þá peninga til þess að bæta lífskjör ALMENNINGS. Nei þessum afgangi er annaðhvort bruðlað undir ISG (Ingibjörgu utanríkis-stríðsráð-frúar-nefnu, því hún er sjaldnast heima) sé hún ekki að daðra við þetta gervi-öryggisráðsframboð ráðamanna. Þá er hún að spræna utaní svokallaða Afganistanfriðargæslu, Össur Skarp fer síðan bara á bloggið sitt og bullar einhverja steypu. Hvað er þetta fólk að gera sem það er kjörið til, fátt annað en að spreða OKKAR aurum í einhverja endemis vitleysu.
Manni er ekki farið að lítast nokkurn veginn á þetta ástand.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- gudruni
- markusth
- latur
- steinnhaf
- olibjo
- tungirtankar
- dullari
- ea
- hallurmagg
- gesturgudjonsson
- lydur
- ragnargeir
- holmdish
- gvario
- zunzilla
- nhelgason
- gvald
- bjarnihardar
- jonaa
- credo
- agny
- psi
- saedis
- magnusvignir
- danjensen
- christinemarie
- lillagud
- jyderupdrottningin
- stormsker
- tofraljos
- raija
- thjodarsalin
- baldurkr
- oddaverji
- gudmundsson
- bokakaffid
- gattin
- austurlandaegill
- eyglohardar
- neytendatalsmadur
- gmaria
- harhar33
- rattati
- kht
- irisholm
- jonmagnusson
- jon-o-vilhjalmsson
- bassinn
- larahanna
- okurland
- svarthamar
- rafng
- fullvalda
- sigingi
- sisshildur
- fia
- gonholl
- stefanbogi
- tomasellert
- ubk
- steinisv
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr
Guðríður Pétursdóttir, 3.4.2008 kl. 16:04
Góður Eiki, þú endar á þingi
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 21:15
Já Eiríkur! Góður pistill! Ræðuna hans Davíð í dag sem voru bara um samsæriskenningar og parnoju setti ég saman í 6 orð: "Þetta er ekki mér að kenna"
Setti nú ræðuna hans alla með pistlinum mínum,
nei ég er sammála þér í þessu, hver dagur kostar orðið hálfan til heilan milljarð á dag, giska ég á að hafa kallinn í Seðlabankahúsinu...Hann er ekkert að gefa sig...
Óskar Arnórsson, 4.4.2008 kl. 00:27
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum sé ég fyrir mér að það muni verða gerð öflugri árás á íslenskt efnahagslíf en nokkru sinni áður. Af sömu aðilum.
Davíð er ekkert á því að fara úr sætinu, nema nútíma kópía af Einari Ben. Mikið skelfing eru menn sljóir að skilja ekki að þeir eru ekki velkomnir í stóla og stjórnsýslu sem þeir kunna ekkert í !!!
Þú ert jú bókhaldari og kannt sjálfsagt eitthvað meira í því sem kölluð er heilbrigð skynsemi, gætirðu ekki farið í framboð sem Seðlabankstjóri í staðin fyrir þennan aula sem fórnar öllum sem ekki eru miljónerar, Fyrir málstað sem ekki er fimmaura virði?
Annars veit ég ekkert um havað er rétt eða rangt í svona undarlegum "viðskiptaháttum"..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 09:11
Já Sigurður! Þetta hljæota að vera þægilegir stólar. verst að maður megi ekki gera neitt af viti hérna, svo sem að skj..bara einhverjum til viðvörunar..
Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 02:52
Góða helgi Eiríkur minn
Geirþrúður Mist (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 18:08
Og ÞETTA kjósum við yfir okkur trekk í trekk. Er ekki kominn tími til að fá aðra við völd? Þetta gengur ekki lengur. Allir peningar fara í nautn fyrir þessa ´"stóru" karla. Minnir eiginlega á konungsríkin þ.e. að kóngarnir og æðstu mennirnir lifa hátt, en almenningur lifir við skort. Svei þeim helvískum!
Emma Vilhjálmsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:42
Já hvernig væri Eiríkur að þú færir á þing. Eiki bleiki 1. þingmaður hægri bleikra í suðurlandskjördæmi. Myndi flytja lögheimilið mitt til að geta kosið þig.
Á morgun ætla ég í sund á Selfossi. Mínum ástkæra gamla heimabæ. Svona til að rifja upp gömul kynni við Gotta og sveppinn. Ertu með?
Brynja Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.