Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Það er GOTT að búa á Selfossi.
Þessa færslu skrifa ég til þess að sýna framá að titill hennar(færslunnar) er réttnefni, hér í okkar annars góða sveitarfélagi er svo margt í bígerð er snertir framfarir á mörgum sviðum. Þó set ég ?-merki við þann leiða hátt sem tröllríður öllu nú um stundir. hann er flýtirinn við að stækka, helst birtist hann í því að húsbyggingum er hrækt upp með slíkum ofurhraða að nær ógerlegt er að festa kaup á lítilli jafnt sem stórri fasteign. Nánast er hægt að fullyrða að um galla verði að ræða allavega innan nokkurra ára.
STAÐREYNDIR.
1. Öll helsta þjónusta er innan seilingar, vegalengdir ekki miklar og sé einhver lesandi óánægður með það mat mitt, þá er það vegna þess að viðkomandi þarf helst að gleypa allt"bakkelsið" í einum bita. hérna er líka ennþá MJÖG lítið um umferðarljós, sem myndu valda áðurnefndum (óþreyjuseggjum) ómældum töfum því þeir yrðu að flýta sér hægar.
2. Síðan má taka fram að sé fólk óánægt með að flytjast úr borg"óttans" í borg, þ.e. Árborg þá má með góðu móti segja að fleiri kostir séu í boði (reyndar innan Árborgar) Þar ber fyrst að nefna títtnefnda búgarðabyggð. Þá koma Eyrarbakki eða Stokkseyri örugglega vel til greina fyrir þá sem vilja nálægð við sjó, plús það að þar eru húsin lítil og uppbyggð.
Ókostir.
Nær engir ef frá eru talin þröngur þjóðvegur sem og löngu sprungin brú, þá er um að gera að taka bara krókinn frekar en kelduna"sem er mörgun Íslendingnum nær ómögulegt, nema tilneyddum"
Flokkur: Sveitarstjórnarmál. | Facebook
Bloggvinir
- gudruni
- markusth
- latur
- steinnhaf
- olibjo
- tungirtankar
- dullari
- ea
- hallurmagg
- gesturgudjonsson
- lydur
- ragnargeir
- holmdish
- gvario
- zunzilla
- nhelgason
- gvald
- bjarnihardar
- jonaa
- credo
- agny
- psi
- saedis
- magnusvignir
- danjensen
- christinemarie
- lillagud
- jyderupdrottningin
- stormsker
- tofraljos
- raija
- thjodarsalin
- baldurkr
- oddaverji
- gudmundsson
- bokakaffid
- gattin
- austurlandaegill
- eyglohardar
- neytendatalsmadur
- gmaria
- harhar33
- rattati
- kht
- irisholm
- jonmagnusson
- jon-o-vilhjalmsson
- bassinn
- larahanna
- okurland
- svarthamar
- rafng
- fullvalda
- sigingi
- sisshildur
- fia
- gonholl
- stefanbogi
- tomasellert
- ubk
- steinisv
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður EIki minn. Góður pistill, hér er gott að búa. Var í borg óttans í dag og við hjónin frekar þreytt á þeirri andsk. umferð sem rúllar þar um götur, fólk er bara algjörlega eitt í heiminum og hugsar ekki nema eina átt í einu, þvílíkt og annað eins. Hafðu það gott gamli minn.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 01:27
Já já selfoss er sko ekki slæmt.. Hef reyndar aldrei búið þar beint en er auðvitað frá stokkseyri sem er eh 10-15 mín frá...
Mér líður samt bara vel allavega ennþá í borg óttans... kannski breytist það seinna meir og þá kæmi Selfoss vafalaust vel til greina
Guðríður Pétursdóttir, 9.1.2008 kl. 08:05
Mig langar nú meira að búa í New York en á Selfossi. Höfuðborgin verður senn of lítil fyrir mig
Brynja Hjaltadóttir, 9.1.2008 kl. 17:51
Mér hefur alltaf þótt Selfoss vera ofboðslega kósý rólegur bær. Veit ekki alveg hvort ég gæti búið þar, ég bý alveg austast í Reykjavík og líður eins og ég er í sveitinni. Börnin hata að fara niður í bæ, fæ þau varla vestar en Korpúlfsstaði og miðborgina kalla þau LJÓTA BÆINN. Hafðu það sem allra best, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 10.1.2008 kl. 00:23
Mér hefur alltaf þótt Selfoss mjög vinalegur bær og í raun mest heillandi af þorpunum útá landi. Ég reyndar hef alltaf átt heima í borginni, en gæti vel hugsað mér að hafa afdrep í sveit líka, reyndar ekki í hvaða sveit sem er. Sveitarlífið hefur svo margt umfram borgarlífið. Það eru forréttindi að fá að alast upp útá landi, en atvinnumöguleikar, námsframboð og fleira og fleira er auðvitað ekki jafn gott þar einsog hér. Ég veit ekki hvort ég mundi fíla þessa nánd heldur, þ.e. að allir vita allt um alla.
Emma Vilhjálmsdóttir, 10.1.2008 kl. 00:48
fræddu mig ég er algjör byrjandi hér. Hvað þýðir blog-vinur? Hvað "táknar" það? Hvernig eru þeir valdir? Hvernig og hvers vegna ætlaðirðu að grisja?
Skrifa aldrei undir neitt án þess að skilja það alveg og er þess vegna skuldlaus og forrík.
Beturvitringur, 11.1.2008 kl. 17:07
sussu....."móðir góð" ertu farin að þekkja borgina of vel, þessvegna er hún að verða of lítil fyrir þig, annars finnst mér voða gott að koma á selfoss og slaka á frá stressinu hérna í bænum, besta sem ég veit þegar ég kemst í bólið hjá kallinum fyrir austan þó svo ég sofi ein þar, það er eitthvað við að gista á selfossi
Guðrún, 13.1.2008 kl. 00:49
Tek undir með þér Eiki, Selfoss er topp staður og stutt í sveitina.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.1.2008 kl. 10:45
Ég get tekið undir þetta hjá þér Eiríkur
Steinn Hafliðason, 13.1.2008 kl. 13:38
Það er fínt að vera komin úr borginni Eiríkur minn, en hvort Selfoss sé allra, allra besti kosturinn, það er ég ekki vissum ( enda bý hinu megin við ána, þ.e. réttu megin, eða þannig). Borgin er orðin dálítið skrýmsli sem full er af hraða, streytu og ónotum. Það er ekkert skrítið þó fólk leiti annað. Selfoss og nágrenni (sem ég kýs að kalla) er kjörin staður til að búa á. Mæli með því!!!
Sigurlaug B. Gröndal, 14.1.2008 kl. 17:35
Tek undir með margt af þessu Eiríkur. Sérstaklega hvað varðar hraðann og gleypuganginn. Það er mesta meinið í okkar samfélagi held ég.
Selfoss tæki ég umhugsunarlaust fram yfir höfuðborgina, hef enda góða reynslu af því að búa þar, en þó finnst mér enn betra að búa í Hveragerði. Og veit að þú heldur áfram að skammast í mér fyrir það!
Heimir Eyvindarson, 14.1.2008 kl. 20:02
Þetta er nú óþarfa jákvæðni, Eiríkur.
Kveðja frá brottfluttum Selfyssingi,
GK
GK, 21.1.2008 kl. 01:44
Á Selfossi skortir bæjarmenningu.
Lýður Pálsson, 24.1.2008 kl. 16:46
Á ekkert að fara að setja inn nýja færslu?
Emma Vilhjálmsdóttir, 25.1.2008 kl. 20:49
Já það er líka kostur við Selfoss nágrannarninr sjáðu til
kveðja frá Eyrarbakka
Sædís Ósk Harðardóttir, 27.1.2008 kl. 03:34
Hvernig er það Eiki minn bleiki. Gerist ekkert markvert í ostabænum Selfossi? Er gúrkutíð þar eins og í Hveragerði?
Þú ert gúrka !
Brynja Hjaltadóttir, 28.1.2008 kl. 21:56
Ég keyri svona annað slagið í gegnum Selfoss bæ þegar ég fer í heimsókn til systra minna en þær eiga heima örlítið lengra en Hvolsvöllur er... Þó skömm sé frá að segja þá hef ég nú ekki keyrt um bæinn og visiterað þá ættingja sem ég á þarna en þeir eru víst þó nokkrir....gæti verið að einhverjir kannist allavega vel við einn þeirra en það er Guðmundur Hartmanns lögreglumaður...kanski af misgóðu eða þannig svo er systursonur minn nýfluttur þarna og er víst aðstoðar byggingartækni....eitthvað...svo vitanlega þú kæri Eiki sem ég fann aftur við það að lesa athugasemdir á öðru bloggi...en við kynntumst eins og þú manst á Reykjalundi "92....vó hvað árin fljúga..jamm..og hárin fjúka...eða þannig ...stórt knús til þín og sjáumst vonandi sem fyrst..
Agný, 31.1.2008 kl. 03:54
Flott nýja "lúkkið" á síðunni þinni..... Auðvitað er best að búa á Selfossi, G-bær samt betri....
Kv Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:48
Hva ertu alveg hættur að blogga maður
Sædís Ósk Harðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:57
Guðríður Pétursdóttir, 14.2.2008 kl. 11:12
Ertu hættur?
Lýður Pálsson, 18.2.2008 kl. 16:46
Hvað get ég sagt um Selfoss, sem á heima rétt fyrir utan - í Ölfusi? Þess vegna er Þorlákshöfn bærinn okkar, en það er allt of langt að fara þangað til þess að fara í búðir, í bókasafn, til læknis, og svo margt annað. Svo við segjumst eiga heima á Selfossi. En stundum förum við í Hveragerði. Þar er ekki eins þröngt um hlutina í Bónus eins og á Selfossi.
Þegar nýji vegurinn kemur verður enn fljótara að skreppa í Hveragerði.
Jóhann Þorvaldsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:29
Hef sagt það áður og segi það aftur. Er fæddur og uppalinn á Selfossi en það kemur ekki til að ég flytji aftur á meðan þessi meirihluti er við lýði. Seattle frekar en Selfoss.... sad but true.
Heimir Tómasson, 22.7.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.