2.hluti reynslusögu minnar af (líkamlegri) fötlun. Innkoma út í samfélagið sem og endurhæfingin.

Er ég kom út af sjúkrastofnunum, var ég til að byrja með í föðurhúsum. Kláraði grunnskóla en á sumrin dvaldi ég á Reykjalundi, þar er gott að vera. Tók þar virkan þátt í öllu sem uppá var boðið fyrir unglingana. S. S. útreiðum, siglingum á Hafravatni á kajak og kanó, stundaði gönguferðir og fjöldamargt annað. Þar dvaldi ég mjög reglulega að meðaltali 2-3 hvert ár. í hvert skipti frá 6 vikum upp í einherja 8 eða 9 mánuði.

Árið 1988 flutti ég á sambýli sökum þess að húsnæði foreldra minna, er ekki hannað til að fötluð manneskja geti athafnað sig á því heimili. Í fyrstu var ég vistaður á heimili fyrir ósjálfbjarga einstaklinga þar var ég í 3 ár, óskemmtileg lífsreynsla var það að mínu mati þó eru ekki nema þetta mörg ár síðan þetta var svona.  1991 fékk ég pláss á sambýli þar sem hver og einn íbúi hafði eigin íbúð, þó glímdu flestir ef ekki allir við andlega fötlun sem var afskaplega niðurdrepandi. Árið 1997 keypti ég síðan litla stúdíóíbúð, þar sem ég er búsettur í dag 

Innkoma mín útí samfélagið á þessum árum uppúr 1987 var sko hreint og beint nöturleg, hver og einn sem ekki var með útlitið, röddina og göngulagið í toppstandi fékk sko ótrúlega eftirtekt og allt að því ómaklega athygli. (Aðallega frá fullorðnum) þó voru og eru börnin þannig að þau segja hlutina beint út, sem er yndislegt. Þetta nöturlega viðhorf til fatlaðra er sem betur fer á hröðu undanhaldi. Hins vegar er ekki hægt að segja það sama um það er ég vil kalla atvinnumöguleika okkar fatlaðra, sé virkilegur sjálfshjálparvilji hjá okkur (fötluðum) kemur hið opinbera og tekjutengir okkar atvinnutekjur þannig að okkur er gert nær ógerlegt að klifra uppúr fátæktargildrunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Þessi skrif þín vinna að því að eyða hjá mér fordómum. Vonandi hjá fleirum líka. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég hef ábyggilega hvorki nægilega gott né upplýst viðhorf til fatlaðra.

Anna Sigga, 6.9.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vertu duglegur að blogga um reynslu þína Eiki minn, þú skrifar góða pistla og átt eftir að auka skilning fólks á fötlun.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 18:19

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Það er athyglisvert að lesa þetta hjá þér Eiríkur og það er rosa kraftur og dugnaður í þér

Sædís Ósk Harðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er nauðsynleg og áhugaverð færsla fyrir alla. Takk

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.9.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Anna S: Gott er að einhver skuli líta svona á þessi fötlunarmál, fordómarnir eru nú samt en við lýði, þó í öðru formi.

Ásdís: Ætla mér að hrista eitthvað fram úr erminni, þó duglegri mætti vera.

Sædís:  Þetta er nú bara svona sem þetta hefur birst mér.

Gunnar: Hver og einn hefur gott af því að vita eitthvað, um það sem er óþekkt í hans augum, öll höfum við einhvers lags fötlun. Sama hvort hún nefnist sérviska, útlitsgalli og margt annað.

 Anna K: Núna í dag væri svona slys fyrsta frétt þó að í mínu tilfelli hafi þetta verið á annan veg. Þetta eru svo örar breytingar sem og mikið meira af upplýsingaveitum.

Eiríkur Harðarson, 13.9.2007 kl. 21:36

6 identicon

glæsó eiríkur, góður pistill

sigga sjúkraþjálfari (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband