Kasta hér fram hugmynd minni.

Lét mér til hugar koma að hripa hér nokkrar línur, er kæmu (að mínu viti) hinum ört fækkandi og jafnframt stækkandi sveitarfélögum til góða. Sem sum hver kveinka sér frekar en ekki undan sívaxandi fjárskorti, tel að það væri heillaráð hjá þeim sem á annað borð hugsa um eitthvað annað en að hækka álögur á íbúana. Gaman þætti mér ef fólk sem að glímir við hvorttveggja andlega og líkamlega fötlun, fengi nú tækifær til að verða nýtir þjóðfélagsþegnar að litlu eða öllu leyti. Hugdetta mín er sú að þessir einstaklingar (skilyrt væri að sá eða sú gæti hjólað) fengju styrk og líka aðstoð frá viðkomandi sveitarfélagi, til þess að kaupa sér létta aftaníkerru og hún yrði að vera tveggja hólfa.  (ekki ósvipaða þessum vinsælu barnakerrum) Þá mætti slá tvær flugur í einu höggi, með því að hreinlega borga þeim (hinum fötluðu) er væru duglegir við að safna rusli og síðan mætti leyfa þeim að tína í leiðinni upp tómar ál/plast og gler drykkjarumbúðir. Síðan dettur mér í hug að styrknum/aðstoðinni væri hægt að ná til baka með því að rukka inn ákveðna prósentu af drykkjarumbúðainnkomu. Ágóði þeirra sveitarfélaga er myndu nýta sér þetta yrði töluverður, svo sem snyrtilegra bæjarfélag, (því glöggt er gests augað) og líka minni hreinsunarkostnaður.

 

Að lokum nefni ég að sjái lesendur hnökra við þessa hugdettu mína komi þeir þá með athugasemd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill Eiki minn. Við höfum nú dæmi hér úr okkar Selfossbæ um einstaklinga sem hjóla um og hirða plast, bauka og gler og þvílík þrif af því. Skil aldrei afhverju þeir hafa ekki verið heiðraðir, kom því reyndar á framfæri við bæjarstjórnina sem sat tímabundið í fyrra en þeir voru ekki búnir að koma því í verk. Ég er algjörlega sammála því að þið sem þurfið hjól, eigið að fá þau vel niðurgreidd og svo ef þið takið til í leiðinni þá eigið þið að fá laun fyrir. Mín skoðun / góð skoðun  Hafðu það gott um helgina dúlli minn.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Anna Sigga

Snilldar hugmynd og þó að sveitarfélögin myndi nú frekar borga krónu á hverja flösku heldur en að taka prósentur. Góða helgi

Anna Sigga, 11.8.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Takk fyrir kommentin þín Eiríkur minn Hafðu það sem allra best í dag Knús til þín

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 14.8.2007 kl. 11:11

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Reyndu að blogga eitthvað að viti karl pungur. Hitti þig í þjálfaranum á eftir.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 12:12

5 identicon

Já ekki slæm hugmynd, þetta er svona svipað og Villi er að gera með ruslavaganinn núna. Hann gengur um og týnir rusl og flöskur.  Mun sniðugra þó að hjóla þá væri hægt að komast yfir stærra svæði á skemmri tíma.

Gugga (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:57

6 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ásdís: þetta er "segi ég" fínt fyrir þá sem geta ekki stundað þessa (venjulegu vinnu) en vilja, geti þeir það verið virkir í hinu daglega lífi. Áður en við förum að heiðra þá þurfum við að útfæra þetta betur fyrir alla sem (geta.)

Anna Sigga: Eins og ég sagði við Ásdísi þurfum við ekki endilega að nota prósentur. BARA að útfæra þessa hugmynd betur.

Elín Katrín: Segi takk fyrir mig og knús á þig og þína.

Ásdís aftur: Er ekki jafnrétti þá segi ég nú bara kerlingarp

Gugga: Einmitt það er eitthvað svipað og Villi er að gera.  

Eiríkur Harðarson, 26.8.2007 kl. 17:30

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð hugmynd!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband