Laugardagur, 4. ágúst 2007
MIKILL söknuður.
Er hérna að reyna að rembast við að koma því á framfæri er mér finnst sárlega vanta í okkar menningu núorðið. Hér á þeim árum þegar ég var UNGUR var mikið um að fólk, væri kallað einhverjum kenninefnum (sumum þótti það vera uppnefni) þá á ég við að fólk hafði auðkenni. Dæmi: bloggvinur okkar margra heitir Tómas Þóroddsson lærður kokkur, auðkenni hans var (og er í mínum augum) Tommi kokkur, hins vegar er nafn hans og föðurnafn eitthvað sem rennur auðveldlega saman við alnafna hans. Síðan var mjög algengt að nota nöfn bæjanna er viðkomandi manneskja var alin upp á Dæmi: ég er Harðarson og faðir minn var alltaf nefndur Hörður frá Hallanda (sem er bær í Flóahreppi "gamla" Hraungerðishreppi.) Sjálfur er ég oft og einatt nefndur Eiríkur á hjólinu. Mikið finnst mér það vera orðið miður að lítið er orðið um slík kenninefni,
Bloggvinir
- gudruni
- markusth
- latur
- steinnhaf
- olibjo
- tungirtankar
- dullari
- ea
- hallurmagg
- gesturgudjonsson
- lydur
- ragnargeir
- holmdish
- gvario
- zunzilla
- nhelgason
- gvald
- bjarnihardar
- jonaa
- credo
- agny
- psi
- saedis
- magnusvignir
- danjensen
- christinemarie
- lillagud
- jyderupdrottningin
- stormsker
- tofraljos
- raija
- thjodarsalin
- baldurkr
- oddaverji
- gudmundsson
- bokakaffid
- gattin
- austurlandaegill
- eyglohardar
- neytendatalsmadur
- gmaria
- harhar33
- rattati
- kht
- irisholm
- jonmagnusson
- jon-o-vilhjalmsson
- bassinn
- larahanna
- okurland
- svarthamar
- rafng
- fullvalda
- sigingi
- sisshildur
- fia
- gonholl
- stefanbogi
- tomasellert
- ubk
- steinisv
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá þig einmitt á hjólinu um daginn. Spíttandi eftir Austurveginum..
Brynja Hjaltadóttir, 4.8.2007 kl. 18:50
veit hvað þú meinar. Var líka mjög algengt að krakkar væru nefndir eftir mömmu sinni. t.d Alli Röggu eða Svenni Láru.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 02:57
Ég var Ásdís Sollu á Húsavík. Svo bara Ásdís eða Ásdís stóra og núna Ásdís Sjálfstæðiskona síðan ég flutti á Selfoss. Elska viðurnöfn. Heim á Húsavík voru hjón sem áttu 3 börn. Elst var Lilla kennd við Kalla pabba sinn, svo kom Mannsi kenndur við mömmu sína og svo kom Dúddi litli bró og þá vandaðist nú málið, hann fékk svo viðhengið Dúddi beggja, bara snilld finnst mér. Vona að þú sért í stuði gamli gormur.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 09:56
Brynja: Næst þegar þú sérð mig á fartinni, spjallaðu þá við mig.
Jóna: Þetta er sko eins og talað úr mínum munni.
Ásdís: Se you later baby.
Eiríkur Harðarson, 5.8.2007 kl. 14:05
Dúddi beggja
Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 02:01
Sæll gamli vinur, faðir minn sálugi var ætið þekktur sem Rúnki press hér um slóðir en ef ég hef fengið viðurnefni hefur það verið uppnefni sem enginn hefur haft kjark, dug eða þor til að deila með mér. Sem er miður.
Næst þegar ég sé þig á hjólinu mun ég aka í veg fyrir þig ... gættu þín!
Alla (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 19:46
Innilega sammála þér Eiríkur! Helga var t.d. aldrei kölluð annað en Helga á horninu....manstu
Sara Leifsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.