Færsluflokkur: Lífsreynsla.

3. Hluti reynslusögu minnar af minni fötlun, staðan í dag.

Nú orðið er þetta orðið þrælgott þ. e. viðhorf almennings, gagnvart okkur er göngum ekki heil til skógar. Þó ber ennþá á fordómum í okkar garð, nægir þar að tiltaka að æði margir líta á okkur jafn skaddaða (INNVORTIS) og útlitið bendir til. Reyndar fylgir með að raddbeiting, göngulag og jafnvel fas sé sett í samhengi við (INNIHALDIÐ)=GÁFNALJÓSIÐ.  Annars eru þessi mál að öllu framantöldu, bæði gagnvart andlega sem og líkamlega fötluðum verulega að færast í fínt lag.

 

Aftur á móti er ekki hægt að segja það sama um "kerfið" sama virðist vera hvernig fatlaðir reyna að veita sér einhverja lífsbjörg, allsstaðar eru einhverjar hindranir sem felast ýmist í tekjutengingum eða einhverri annarri forsjárhyggju. Löngu er orðið tímabært að skera þetta bótakerfi upp, einfalda það og gera gangskör í að sigta öryrkja og öryrkja í sundur. Þá á ég við að finna þann hóp sem hefur þó nokkra ef ekki mjög mikla möguleika að lokinni endurhæfingu, til þess að VINNA frekar en að hanga á "kerfinu" okkur sem þurfum á aðstoð að halda til vamsa. Mér finnst nú orðið vera hálfgert réttnefni að kalla  þetta, fátæktar-tekjutengingar og vinnuletjunarkerfi nú má vera að auðvelt sé að tala um þetta. Þó er manni löngu orðið svo mikið um og ó yfir því að ekkert skuli gerast í þessum efnum.  

 

Ekki er löggjafinn að hjálpa til með því að dæma þá "ólánsömu" menn sem eru að reyna að ná endum saman, verði þeim sá fótaskortur að STELA sér einum pylsupakka eru þeir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Ein lítil sekt myndi bjarga mörgu ef ekki öllu, síðan eru skilyrði fyrir gjafsókn orðin það þröng að jafnvel öryrkjar=sveitarómagar eru orðnir of (ríkir) til að eiga rétt á gjafsókn.  Þá eru lögfræðingarnir ekki "gratís" tel ég mig vita að eina ráðið þegar þessum möguleika er lokað fyrir okkur (ríka) fólkinu, þá er eina ráðið að grípa til óyndisúrræða, sem varla þurfa nánari útskýringa við.

 

Ekki má gleyma þeirri stofnun þ. e. (TR)  sem er það götótt og óbilgjörn að mann með háskólagráðu þarf til að skipta við það fólk sem lendir í þeim ósköpum að ráða sig í vinnu á þeim bænum. Halda mætti að í starfslýsingu standi MUNIÐ: AÐ GERA ÞEIM ER TIL YKKAR LEITA, LÍFIÐ ÞAÐ LEITT AÐ ÞAU KOMI HELST EKKI AFTUR.

 


2.hluti reynslusögu minnar af (líkamlegri) fötlun. Innkoma út í samfélagið sem og endurhæfingin.

Er ég kom út af sjúkrastofnunum, var ég til að byrja með í föðurhúsum. Kláraði grunnskóla en á sumrin dvaldi ég á Reykjalundi, þar er gott að vera. Tók þar virkan þátt í öllu sem uppá var boðið fyrir unglingana. S. S. útreiðum, siglingum á Hafravatni á kajak og kanó, stundaði gönguferðir og fjöldamargt annað. Þar dvaldi ég mjög reglulega að meðaltali 2-3 hvert ár. í hvert skipti frá 6 vikum upp í einherja 8 eða 9 mánuði.

Árið 1988 flutti ég á sambýli sökum þess að húsnæði foreldra minna, er ekki hannað til að fötluð manneskja geti athafnað sig á því heimili. Í fyrstu var ég vistaður á heimili fyrir ósjálfbjarga einstaklinga þar var ég í 3 ár, óskemmtileg lífsreynsla var það að mínu mati þó eru ekki nema þetta mörg ár síðan þetta var svona.  1991 fékk ég pláss á sambýli þar sem hver og einn íbúi hafði eigin íbúð, þó glímdu flestir ef ekki allir við andlega fötlun sem var afskaplega niðurdrepandi. Árið 1997 keypti ég síðan litla stúdíóíbúð, þar sem ég er búsettur í dag 

Innkoma mín útí samfélagið á þessum árum uppúr 1987 var sko hreint og beint nöturleg, hver og einn sem ekki var með útlitið, röddina og göngulagið í toppstandi fékk sko ótrúlega eftirtekt og allt að því ómaklega athygli. (Aðallega frá fullorðnum) þó voru og eru börnin þannig að þau segja hlutina beint út, sem er yndislegt. Þetta nöturlega viðhorf til fatlaðra er sem betur fer á hröðu undanhaldi. Hins vegar er ekki hægt að segja það sama um það er ég vil kalla atvinnumöguleika okkar fatlaðra, sé virkilegur sjálfshjálparvilji hjá okkur (fötluðum) kemur hið opinbera og tekjutengir okkar atvinnutekjur þannig að okkur er gert nær ógerlegt að klifra uppúr fátæktargildrunni.


Reynsla mín af minni fötlun 1. Hluti slys og afleiðing.

Sumarið 1983. Nánar tiltekið 15,07. Varð ég hjólagarpur-INN þá á þrettánda aldursári fyrir þeim (hörmungum) að lenda í vinnuslysi þar sem ég var í sveit. Slys það markaði það djúp spor, bæði andlega og (aðallega líkamlega) að það tók mig þónokkuð mörg ár að vinna mig uppúr þeim djúpa öldudal.

Þar sem sá hluti heilans er flytur taugaboð (aðallega í vinstri hlið) líkamans skemmdist mikið, var ég bundinn hjólastól. Í upphafi var tvísýnt hvort að ég ætti afturkvæmt út í hið daglega amstur lífsins, þess ber að geta að slysið olli eingöngu meiðslum á höfði. Nægir að tiltaka að málið missti ég í um 6 mánaða tímabil, þá olli minn áverki því að augnalokin lömuðust og því fylgdi nær alger blinda. Síðan var ég örvhentur áður en slysið varð, ekki get ég nú sagt að það sé nú neitt auðvelt verk að skipta yfir í notkun hægri handar. Fyrr í þessari málsgrein nefndi ég að sjónin hefði nær öll farið, þó gat ég einhverra hluta vegna nýtt þá hægri, "höndina" til að lyfta augnlokinu svo glætu gæti séð. Við það (þjóðráð) kom fljótlega sár á augabrúnina, sem lagað var með aðgerð er fólst í því að færa taug úr læri uppí enni. Síðan ætla ég að tína til að ekki var nú hlaupið að því að borða með hægri hendinni, né heldur að þrífa sig að klósettferð lokinni.

 

Starfsfólk þeirra heilbrigðisstofnana (fyrst Borgarspítalans síðan Grensásdeildarinnar) er ég þurfti á að halda þetta ár sem ég var á stofnunum, sem og mín fjölskylda eiga alveg ólýsanlega miklar þakkir skildar. 


Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband