3. Hluti reynslusögu minnar af minni fötlun, staðan í dag.

Nú orðið er þetta orðið þrælgott þ. e. viðhorf almennings, gagnvart okkur er göngum ekki heil til skógar. Þó ber ennþá á fordómum í okkar garð, nægir þar að tiltaka að æði margir líta á okkur jafn skaddaða (INNVORTIS) og útlitið bendir til. Reyndar fylgir með að raddbeiting, göngulag og jafnvel fas sé sett í samhengi við (INNIHALDIÐ)=GÁFNALJÓSIÐ.  Annars eru þessi mál að öllu framantöldu, bæði gagnvart andlega sem og líkamlega fötluðum verulega að færast í fínt lag.

 

Aftur á móti er ekki hægt að segja það sama um "kerfið" sama virðist vera hvernig fatlaðir reyna að veita sér einhverja lífsbjörg, allsstaðar eru einhverjar hindranir sem felast ýmist í tekjutengingum eða einhverri annarri forsjárhyggju. Löngu er orðið tímabært að skera þetta bótakerfi upp, einfalda það og gera gangskör í að sigta öryrkja og öryrkja í sundur. Þá á ég við að finna þann hóp sem hefur þó nokkra ef ekki mjög mikla möguleika að lokinni endurhæfingu, til þess að VINNA frekar en að hanga á "kerfinu" okkur sem þurfum á aðstoð að halda til vamsa. Mér finnst nú orðið vera hálfgert réttnefni að kalla  þetta, fátæktar-tekjutengingar og vinnuletjunarkerfi nú má vera að auðvelt sé að tala um þetta. Þó er manni löngu orðið svo mikið um og ó yfir því að ekkert skuli gerast í þessum efnum.  

 

Ekki er löggjafinn að hjálpa til með því að dæma þá "ólánsömu" menn sem eru að reyna að ná endum saman, verði þeim sá fótaskortur að STELA sér einum pylsupakka eru þeir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Ein lítil sekt myndi bjarga mörgu ef ekki öllu, síðan eru skilyrði fyrir gjafsókn orðin það þröng að jafnvel öryrkjar=sveitarómagar eru orðnir of (ríkir) til að eiga rétt á gjafsókn.  Þá eru lögfræðingarnir ekki "gratís" tel ég mig vita að eina ráðið þegar þessum möguleika er lokað fyrir okkur (ríka) fólkinu, þá er eina ráðið að grípa til óyndisúrræða, sem varla þurfa nánari útskýringa við.

 

Ekki má gleyma þeirri stofnun þ. e. (TR)  sem er það götótt og óbilgjörn að mann með háskólagráðu þarf til að skipta við það fólk sem lendir í þeim ósköpum að ráða sig í vinnu á þeim bænum. Halda mætti að í starfslýsingu standi MUNIÐ: AÐ GERA ÞEIM ER TIL YKKAR LEITA, LÍFIÐ ÞAÐ LEITT AÐ ÞAU KOMI HELST EKKI AFTUR.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það sem ég hef sagt. Það er í haf fyrir ríkið að hafa TR eins einfalt og hægt og halda uppi einföldum störfum sem væru þér líkamlega gert að vinna.

Ég að hugsa um að stofna samtök sem fatlaðir og fjölskyldur þeirra geta leitað til og kært og lögsótt alla sem standa í vegi fyrir að þeir geta átt eðlilegt líf.

Gangi þér vel.

Halla Rut , 30.9.2007 kl. 19:57

2 identicon

Heyr heyr!!! 
Það er einungis fyrir ófatlaða að eiga við TR.

Alla selfossmær (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að ófatlaðir nái ekki einusinni vitrænum samskiptum við þetta batterí. Áhugaverðar færslur hjá þér Eiríkur, ég er búin að lesa hérna helling.

Ragnheiður , 1.10.2007 kl. 21:43

4 Smámynd: Halla Rut

Ég verð bara að fara í stjórnmál og breyta þessu.  En kannski frá öðruvísi sjónarhóli en aðrir hafa gert. 

Halla Rut , 2.10.2007 kl. 00:15

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Það eru fleiri stofnanir með þetta mottó skal ég segja þér

takk fyrir að deila sögu þinni

Guðríður Pétursdóttir, 2.10.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Sæll Eiríkur minn. Alltaf ertu jafn skemmtilega beyttur. Þetta blessaða almannatyrgginakerfi er orðin verri en götótt og ljót flík. Þú kemst skemmtilega að orði þarna í lokin. Það mætti halda að svona væri farið að . Það eru alltof margir sem hafa vonda reynslu af samskiptum við TR þegar þeir þurfa að fá upplýsingar og afgreiðslu.  Því miður hefur þetta loðað við þessa stofnun í árartugi. Það er auðvitað ekki við starsfmennina að sakast, ég held að það sé bara ömurlegt að þurfa að vinna við stofnun sem hefur ekki tilhlíðileg úrræði fyrir þá sem til henna leitar og þetta þurfa starfsmenn að svara fyrir. Kerfið er galónýtt. En heyrðu Eiki minn, hvernig stendur á því að þú ert dottin út hjá mér? Sakna kaffispjallsins. Hafðu það gott vinur minn. 

Sigurlaug B. Gröndal, 2.10.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Halla: Til hamingju með kosninguna og BREYTTU nú einhverju.

Alla: Satt segirðu það er ekki fyrir neina venjulega að eiga við þetta helv.....

Ragnheiður: Fínt að einhverjum þyki ég hafa eitthva vitrænt að segja.

Guðríður: Nei það er sko ekkert bundið við þessa stofnun.

Sigurlaug: Sammála.

Eiríkur Harðarson, 6.10.2007 kl. 15:50

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hæ Eiríkur. Ég er orðin alvega svakalega langt á eftir með lestur hjá bloggvinum og er að missa af helling. En maður getur víst ekki verið alls staðar

Takk fyrir þessar færslur og að deila með okkur sögu þinni. TR og allt það batterí er alveg óþolandi og á engan hátt mannlegt. Fólk er gjörsamlega brotið niður á ferðalagi sínu um það völundarhús sem stofnana-dótaríið er.

Ég verð að segja að mér finnst það sýna algjört sinnuleysi, jafnvel heimsku, að setja upp sameiginlegt sambýli með andlega fötluðu fólki og svo líkamlega fötluðu. Eða er þetta hroki? Ég veit það ekki, svei mér þá.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.10.2007 kl. 14:56

9 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Jóna: Hæ vertu nú ekkert að blygðast þín fyrir að hafa ekki tíma til þess að lesa þetta bull daglega, þú ert bara miklu duglegri við að blogga. þess vegna hef ég þig ofarlega í mínum bloggvinahóp.

Eiríkur Harðarson, 14.10.2007 kl. 22:34

10 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Tekjutenging er kannski ekki slæm hugmynd ef einstaklingurinn sem þiggur bæturnar er milljarðamæringur eða stóreignamaður en í mörgum tilfellum er trúlega gengið allt of langt í tekjutengingu. Málið er að lágmarkslaun ættu að vera hærri sem og bætur áður en að skerðingu kemur. Þá gætu þeir sem vildu dundað sér við létt störf sem þeim hæfði án þess að hafa áhyggjur af tekjuskerðingu. Það myndi líklega létta lund þeirra og efla þeim sjálfstraust. Núverandi kerfi hvetur til iðju- og athafnaleysis sem er ekki gott. Takk fyrir að vekja athygli á þessu. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 18.10.2007 kl. 19:54

11 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er alveg frábær pistill hjá þér, þetta kerfi sem TR vinnur eftir og enginn skilur, ekki einu sinni starfsfólkið, er svo löngu orðið úrelt og þar af leiðandi er staffið svona úrillt Þess vegna verðum við að sína samstöðu og fá þá er sitja á alþingi að einfalda og breytta þessu bölvaða rugli, þá lagast geðheilsan hjá mörgum, og dregur úr áhættunni á hjártaáfalli hjá þeim sem þurfa að leyta til TR

Ingunn Jóna Gísladóttir, 22.10.2007 kl. 16:43

12 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ragnar: Ekki er ég á móti tekjutengingu, segi eins og þú maður verður allavega að geta lifað af bótunum sem maður fær. Viðmið mætti vera sé litið til núverandi ástands á vinnumarkaði, lágmark 300,000- 500,000 pr mán. í launatekjur þetta er að mínu mati hóflegt.

Ingunn: Sammála er ég þér með að starfsfólk þessarar liðónýtu stofnunar, verður fyrir mikilli og ómaklegri gagnrýni. Stóð nú í þeirri meiningu að við kysum þessa menn á þing til að auðvelda, reglugerðarverk og yfirhöfuð allt sem að stjórnmálum snýr. Þó bind ég sterkar vonir við að FJÖRYRKJAÁSKORUNARLISTINN skili þónokkru gagni.

Eiríkur Harðarson, 25.10.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 29230

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband