Reynsla mín af minni fötlun 1. Hluti slys og afleiðing.

Sumarið 1983. Nánar tiltekið 15,07. Varð ég hjólagarpur-INN þá á þrettánda aldursári fyrir þeim (hörmungum) að lenda í vinnuslysi þar sem ég var í sveit. Slys það markaði það djúp spor, bæði andlega og (aðallega líkamlega) að það tók mig þónokkuð mörg ár að vinna mig uppúr þeim djúpa öldudal.

Þar sem sá hluti heilans er flytur taugaboð (aðallega í vinstri hlið) líkamans skemmdist mikið, var ég bundinn hjólastól. Í upphafi var tvísýnt hvort að ég ætti afturkvæmt út í hið daglega amstur lífsins, þess ber að geta að slysið olli eingöngu meiðslum á höfði. Nægir að tiltaka að málið missti ég í um 6 mánaða tímabil, þá olli minn áverki því að augnalokin lömuðust og því fylgdi nær alger blinda. Síðan var ég örvhentur áður en slysið varð, ekki get ég nú sagt að það sé nú neitt auðvelt verk að skipta yfir í notkun hægri handar. Fyrr í þessari málsgrein nefndi ég að sjónin hefði nær öll farið, þó gat ég einhverra hluta vegna nýtt þá hægri, "höndina" til að lyfta augnlokinu svo glætu gæti séð. Við það (þjóðráð) kom fljótlega sár á augabrúnina, sem lagað var með aðgerð er fólst í því að færa taug úr læri uppí enni. Síðan ætla ég að tína til að ekki var nú hlaupið að því að borða með hægri hendinni, né heldur að þrífa sig að klósettferð lokinni.

 

Starfsfólk þeirra heilbrigðisstofnana (fyrst Borgarspítalans síðan Grensásdeildarinnar) er ég þurfti á að halda þetta ár sem ég var á stofnunum, sem og mín fjölskylda eiga alveg ólýsanlega miklar þakkir skildar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill bara segja að ég sé búinn að lesa þetta. Þetta er flott færsla og innsýn í hvernig getur farið fyrir manni sjálfum.
Ég kem aftur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fínt nýja lúkkið hjá þér Eiki minn. Frábært að þú skulir ætla að deila þessu með okkur.  fórstu nokkuð í Brúarhlaupið ?? ekki ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gunnar H. Þú ert ævinlega velkominn.

Ásdís. Fór ekki í Brúarhlaupið frekar en þú, er ekkert að hjóla núorðið annað en þetta VENJULEGA.

Eiríkur Harðarson, 1.9.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Anna Sigga

Eiríkur, það er fólki til fyrirmyndar hve hraustlega og jákvætt þú lítur á lífið.  Maður greinir ekki biturð í texta þínum sem mér finnst marka þig sem þann sterka og jákvæða, snjalla einstaklings sem þú ert.

  Sama hver forsaga okkar er, hversu oft við höfum geta (rifist) rökrætt þá átt þú stórt hrós skilið ekki bara fyrir að deila þessu með öllum sem vilja, heldur einnig fyrir að gefa manni von.

Anna Sigga, 2.9.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 29226

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband