NÚ eiga stjórnmálamenn að leysa ÖRT stækkandi VANDA.

Það er nú löngu tímabært að leyst sé úr byggðavandanum, sem stækkar á hraða graftarkýlis sem ekki er meðhöndlað. Þreytandi er orðið að heyra eingöngu viðtöl við ráðamenn, sveitarstjórnarmenn nú eða íbúa á jaðarsvæðum. þar sem göng, samgöngubætur eða jafnvel virkjanir eiga að leysa allann vanda er steðjar að viðkomandi byggðarlagi.

Hef ekki orðið var við að það leysi neitt annað en að heimafólk, eigi þá auðveldara með að flýja heimkynni sín. Væri nú ekki skárra að einbeita sér að innviðunum, svo fólk sé ekki tilneytt að flýja á mölina/malbikið. Þar mætti nú taka til hendinni með ýmsum hætti, styrkja fólk til áframhaldandi búsetu í heimabyggð. Svosem mætti veita ívilnanir á fasteignaskatti, lækka útsvarið og svo mætti lengi lengi telja.

Langt er síðan að ljóst er(hverjum sem vill það sjá)að höfuðborgarsvæðið er ekki í stakk búið til að taka á móti öllum þessum fjölda, þessi þróun kallar líka á svo mikla endurskipulagningu á öllum atriðum. Umferðaræðar eru löngu sprungnar og byggingarland uppurið svo skerða á næst þjónustu við hinar dreyfðu byggðir, með því að setja flugvöllin á ólánsstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Smá innlitskvitt til tín.

Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Siggi; þetta er svo mikil óheillaþróun að þvinga lýðin með svona getuleysislegum aðgerðum s.s. gera hverja skýrsluna á fætur annarri stinga henni síðan undir stól. Síðan er það alger heimska eins og málum er háttað að ætla sér að senda mjólkurkúnna(flugvöllinn) langleiðina uppí bláfjöll.

Hulla; Þakka þér kærlega fyrir kvittunina.

Eiríkur Harðarson, 21.9.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Lýður Pálsson

Íslensk byggðaþróun er skipulagt kaos.

Lýður Pálsson, 23.9.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sem talað úr mínum munni Lýður.

Eiríkur Harðarson, 23.9.2008 kl. 01:54

5 Smámynd: Tína

Innlitskvitt Eiki minn.

Tína, 23.9.2008 kl. 07:24

6 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Crhistine; takk fyrir innlitið.

Eiríkur Harðarson, 23.9.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hef oft velt tessum byggdarmálum fyrir mér og er svooooooo sammála tér í tesum málum.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 26.9.2008 kl. 09:33

8 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Guðrún; Satt segirðu það er sssssvvvvooo mikið malað og malað, búnar til skýslur og fleira. Þó er akkúrat EKKERT gert í þessu.

Haf þú það líka yndislegt.

Eiríkur Harðarson, 26.9.2008 kl. 13:17

9 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála þér strákur. Þú kemur þessu vel á blað!

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 01:53

10 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Knús á þig gamli..

Brynja Hjaltadóttir, 28.9.2008 kl. 23:59

11 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Helga; takk fyrir mig.

Brynja; Tek knúsinu fegins hendi og bæti um betur með kannski nokkra til viðbótar.

Eiríkur Harðarson, 29.9.2008 kl. 00:08

12 Smámynd: Agný

Til hvers að vera að planta álverum út um alla firði og á sama tíma akitera fyrir því að fólk úti á landsbyggðinni endi á mölinni í höfuðborginni...

Eitt enn svolítið skrítið..ríkisstjórnin allavega sú sem sat á undan þessari vill flytja málefni aldraðara út á land þ.e. í hvert sitt sveitarfélag..Sveitarfélögin eru bara ekkert í stakk búin að taka við því...

Þeir vilja gera það sama og gert var með grunnskólana..En þar sem það er skylda fra ríkinu að einstaklingurinn sé í grunnskóla x ár þá á það að vera ríkið (sem er við öll) sem rekur það batterí..

En þetta er jú sama liðið og vildi einkavæða alla banka þannig að maður sér nú afleiðingarnar af því dæmi vel í dag...Hvernig væri dæmið ef að húsnæðismálalánadeildin hefði verið lögð niður eins og þetta sama lið vildi sem vildi sellja bankana ffrá ríkinu...Það er sko augljóst að þetta lið hefur minna minni en gullfiskurinn ( hann man bara í 5.sec greyið..)

En flugvöllurinn á að vera í Reykjavík áfram....Við erum jú vön að apa allt eftir "útlendingum" og í flestum höfuðborgum heims eru flugvellirnir inni ´´i höfuðborgunum þó kanski i úthverfi...

Agný, 17.10.2008 kl. 17:20

13 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Agný: Mikið til í þessu hjá þér, þó eru aldraðir ekki þeir einu sem eiga að flytjast yfir til sveitarfélaganna. Það gildir líka um fatlaða, ekki myndi manni bregða þó stungið yrði uppá að fljytja ætti heilsugæsluna líka.

Eiríkur Harðarson, 17.10.2008 kl. 20:04

14 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Satt segirður Eiríkur minn. Mölin tekur ekki endalaust við. Það á að styrkja innviði sveitarfélaganna og byggja upp það sem fyrir er.  Það er ekki góð þróun að fólk skuli safnast saman á einn landshluta. Ég bætti aðeins úr ójafnvæginu og flutti af mölinni hingað austur. Mölin er ekki fyrir mig þó ég sé fædd og uppalin þar. Knús og kveðjur á þig, kæri vin.

Sigurlaug B. Gröndal, 20.10.2008 kl. 22:03

15 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sigurlaug; Mikið rétt hjá þér, þessir ráðamenn,,þurfa kannski að sinna öðru núna"virðast í fljótu bragði, líta þannig á að við séum að kjósa þá inn á alþingi til að klóra sér í rassg.........

Eiríkur Harðarson, 27.10.2008 kl. 00:10

16 Smámynd:

Það er satt. Það þarf að styrkja innviði landsbyggðarinnar þannig að ungt fólk hafi eitthvað þar að gera, t.d. að loknu námi. Það er sorglegt að sjá blómlegar byggðir fara í eyði hverja af annarri.

, 20.11.2008 kl. 01:13

17 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Það skiptir ekki neinu máli hvar við Rvk flugvöllurinn er. Fólk hættir ekkert að fljúga til Rvk bara af því að það þarf TAXA í auka 5 mín. Það kæmi örugglega annað hljóð í strokkinn hjá ykkur ef ein rellan hrapaði ofan í íbúðahverfi í flugtaki eða lendingu, sem eru jú algengustu flugslysin.

Bráðatilfelli til LSH koma hvort eð er með þyrlu í öllum tilfellum og þyrlupallur þarf ekki mikið pláss.  

Magnús Vignir Árnason, 21.11.2008 kl. 00:07

18 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þakka ykkur ÖLLUM fyrir málefnalegar athugasemdir, þær mættu vera MIKLU fleiri inni á ÞESSUM miðli.

Eiríkur Harðarson, 22.11.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband