Þó vetur nálgist.

Daginn farið er að stytta allskuggalega, sá drungi er við vetur er kenndur er óhugnanlega nálægur. W00t Ljós þó í hugskoti mínu er,,Spaugstofan brátt á skjáinn hlæjandi fer"Það þykir mér vera skemmtilega snemma. Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ég hef beðið þess að myrkrið fari að skella á og að veðrið fari að versna ögn lítið.  Svo gott að liggja undir sæng og lesa, þegar dimmt og kalt er úti.  Gott að vera innandyra með notalega birtu frá lömpum og slaka á. 

Hiti fer ekkert of vel í mig (einsog veðrið hefur verið undanfarið og í sumar) og hvað þá birtan allan sólarhringinn.  þó það sé gott að hafa birtuna, þá er þetta allt yndislegt í bland. 

 Munum svo hvað við erum heppin að vita það að sólin mun alltaf koma upp aftur, þó við jarðarbúar eigum það engan veginn skilið. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 7.9.2008 kl. 02:05

2 Smámynd: Tína

Mér finnst alltaf frábært þegar farið er að dimma á kvöldin. Það verður allt eitthvað svo miklu huggulegra við það að kveikja á lömpum og kertum. Tala nú ekki um rykið sem ber minna á

Góða helgi Eiki minn og takk fyrir innlit og kvitt

Tína, 7.9.2008 kl. 07:18

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hafðu það gott.....................margt býr í myrkrinu

Hólmdís Hjartardóttir, 7.9.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Klukk

Brynja Hjaltadóttir, 7.9.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Hulla Dan

Hér hjá mér (í dk) er alltaf dimmt á kvöldin og nóttunni og þannig finnst mér það eiga að vera.
En mér finnst líka að eigi að vera sumar allt árið, en fæ engum um það ráðið, ekki í þessu landi allavega.

Knús á þig, inn í veturinn

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, það er farið að verða nokkuð skuggsýnt á kvöldin.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.9.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Og réttirnar búnar, maður sá þig hvergi

Gestur Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Siggi: þunglyndið er oft undanfari ,,þunglyndiskjaftæðis" margir fagna eflaust þeim mánuðum, sem eru kjörtími rökkurrottnana, þó þetta sé stundum erfiður árstími. Þá erum við sammála um að Spaugstofumenn lýsa upp þennan oft á tíðum leiðindatíma.

Skál skömmin mín skál.

Emma: Leitt að heyra að þér líki ekki hitinn, sem umvafið hefur okkur í sumar þú hefðir þá ekki notið þín í 40° hita í Tyrklandi með mér í vor.

Knús á þig þó kallinn sé nálægur.

 Tína: Ekki misskilja mig, vissulega hefur myrkrið líka fjöldan allan af kostum t.d þennan sem þú réttilega nefnir+rykósýnileikakostinn.

Megaknús á þig Tína mín elskuleg.

Hólmdís: Sömuleiðis, í myrkrinu býr meðal annars rómantíkin.

Hugs to you my darling.

Brynja:  Hrukk á þig.

Hulla: Var einmitt í skóla þarna "93-"94 og kannast eilítið við,,DK" veðráttuna.

Knús, klemm og koss á þig Eikakona.

Ragnar: Skugginn langur orðin er, skuggalegra í nóvember verður hér.

Gestur: Satt er það réttum ég sleppti, lét nægja að fara í réttarsúpu til Óla & Hörpu Dísar í Björnskoti. Fram skal tekið að ytri-hrepps-maðurinn lét tilleiðast eftir mikið suð frá Norðurgarðsbóndanum.

Eiríkur Harðarson, 15.9.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Harðarson
Eiríkur Harðarson
Selfyssingur nýdottinn á 5-tugsaldurinn sem er léttruglaður en hárbeittur samfélagsrýnir sem segir hug sinn. Lesendum skal bent á að hafa samband á netfangið: hje@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband